Ég hef verið að fikta [mikið] í developer tólunum sem fylgja Mac OS X og langar að sýna hversu auðvelt þetta er.

Þú þarft að hafa Mac OS X _og_ hönnunartólin. Til að athuga hvort þú sért með þau inni getur þú opnað /Applications/Utilities/Terminal og skrifað “make”. Ef þú færð skilaboðin “make: *** No targets specified and no makefile found. Stop.” þá ertu með hönnunartólin.
Ef þú færð önnur skilaboð þartu að sækja tólin. Til að sækja tólin þarft þú að:
1. Fara á http://developer.apple.com/
2. Smella á “Join Now” undir “Partner with Apple” og fylgja leiðbeiningunum.
3. Þegar þú færð staðfestingu skráir þú þig inn og sækir tólin.



Þegar þú ert kominn með tólin skaltu prófa þau. Ég ætla að taka dæmi af því að sækja og setja upp ftp forrit.

1. Opnaðu Terminal (/Applications/Utilities/Terminal).
Taktu eftir að Tab takkinn klárar fyrir þig línur. Ef þú slærð inn “cd D<tab>” birtist “Desktop/ Documents/ Downloads/”, skelin reynir að giska á hvað þú ert að reyna að slá inn.
Ef þú skrifar “cd Do<tab>” birtist “Documents/ Downloads/” og ef þú skrifar “cd Doc<tab>” klárar hún að slá inn “Documents” fyrir þig þar sem það er eini möguleikinn. Með þessarri aðferð sem hægt er að kalla auto-complete getur þú flakkað um tölvuna þína í skelinni.

2. Skrifaðu “ncftp<enter>”.
Þú ættir að fá upp “NcFTP 2.4.3 (March 19, 1998), by Mike Gleason…”
Þetta er greinilega mjög gömul útgáfa. Við skulum sækja nýjustu útgáfuna..

3. Skrifaðu “o ftp.ncftp.com<enter>”

4. Skrifaðu “cd ncftp<enter>”

5. Skrifaðu “dir<enter>”
Þegar þetta er skrifað er nýjasta útgáfan af forritinu útgáfa 3.1.3. Við skulum sækja “Source” útgáfuna, frumeintak forritsins.

6. Skrifaðu “get ncftp-3.1.3-src.tar.gz<enter>”. Taktu eftir að að forritið getur ekki “auto-completeað”

7. Smelltu á “Finder” með músinni og opnaðu “Home”. Þar ætti núna að vera StuffIt skjal sem heitir “ncftp-3.1.3-src.tar.gz”. Tvísmelltu á það til að afþjappa því. Eftir ætti að sitja mappa sem heitir “ncft-3.1.3”.

8. Farðu aftur i Terminal og skrifaðu “quit<enter>” til að hætta í ftp forritinu.

9. Skrifaðu “cd nc<tab>” og ýttu á enter.

NcFTP sourcekóðinn þekkir Mac OS X mjög vel, veit hvar hann á að setja stuðningsskrár ofl. þannig að við þurfum ekki að gera neitt sérstak við configure skránna. Þetta á þó ekki við um öll forrit.

10. Skrifaðu “./configure<enter>” ‘./’ þýðir að maður vilji keyra forrit sem er i möppunni sem maður er staddur í, en ekki forrit sem maður er búinn að installa.

Við þetta fer fullt af texta fljúgandi um skjáinn á meðan scriptið configure athugar hvernig vél við séum að keyra á og hvernig sé best að setja forritið upp.

11. Að þessu loknu skrifar þú “make<enter>” og býrð til sjálft forritið. Þetta getur tekið dagóða stund.

12. Að lokum skrifar þú “sudo make install<enter>” og slærð inn lykilorðið þitt.

Næst þegar þú opnar Terminal glugga er nýjasta útgáfan af NcFTP komin inn. Þessi nýja útgáfa er mun betri en sú sem fylgir með kerfinu, getur t.d. auto-completeað.


Gangi þér vel,