iPhone og iPod Touch Jailbreak. ATH ÞIÐ GERIÐ ÞETTA Á EIGIN ÁBYRGÐ!

Tilgangurinn með “jailbreak” er sá að þá færðu rótaraðgang að tækinu þínu og getur sett inn ýmisleg forrit t.d. AnySIM sem aflæsir iPhone BootLoader 3.9.

Athugið það er ekki ennþá hægt að aflæsa allflesta iPhone síma sem komu nýjir úr kassanum með firmware 1.1.2, en það er hægt að framkvæma jailbreak og nota alla eiginleika iPhone fyrir utan símann. En ástæða þess í stuttu máli er sú að búið er að loka fyrir þann galla sem hægt var að nýta til að aflæsa símann.

Jailbreak á iPhone og iPod Touch 1.1.2.
Ef þú ert með 1.1.1 getur þú sleppt 1. hluta og farið strax í 2. hluta

Hér er það sem við þurfum:
• Þráðlaus nettenging.
• Jailbreak 1.1.2 (Sækið hér)
• 1.1.1 restore firmware (Sækið hér)
• iTunes1. Hluti. Downgrade í 1.1.1. (iPhone)


Það fyrsta sem við þurfum að gera er að “downgrade” 1.1.2 niður í 1.1.1. Það gerum við í þessum þremur skrefum:

Tengdu iPhone/iTouch við tölvuna og haltu niðri “home”takkanum og takkanum til að kveikja niðri, en slepptu takkanum til að kveikja eftir tíu sekúntur. Haltu “home” takkanum niðri þangað til að iTunes finnur iPhone/iTouch í “Recovery mode”.

Haltu niðri Shift á Windows eða Option á Mac meðan þú smellir á Restore. Veldu 1.1.1 restore skrána. Þegar þetta er búið er búið kemur upp villa númer 1015( Hjá iPhone), það er alveg eðlilegt. iPhone er hins vegar fastur í “DFU mode”. Ég er ekki viss en iTouch notendur þurfa kanski ekki að gera meira í 1. hluta.

Til að koma iPhone úr því, keyrir þú iNdependence 1.25 ef þú ert Mac eða iBrickr ef þú ert að nota Windows XP.

(Ef svo óheppilega vill til að þú ert að nota Vista þá þarftu að ná í iDemocracy og keyra iPhuc.

Keyrðu eftirfarandi skipanir í iPhuc:

cmd setenv auto-boot true
cmd saveenv 
cmd fsboot

Gallinn við þetta er hins vegar sá að þú þarft að gera þetta í hvert skipti sem þú kveikir á símanum.)


2. Hluti (iPhone)


Núna ætlum við að fremja fangelsisútbrot eða Jailbreak.

Hrindu í *#307#, strokaðu það út og hringdu í 0, smeltu fyrst á “Answer” síðan á “Hold” og loks á “Decline”.

Núna ættir þú að vera kominn inn í Contacts.
Bættu við einum contact og hafðu prefs://11 sem “web-address” og http://jailbreakme.com sem auka URL.

Smeltu síðan á prefs://11, þá kemstu inní stillingarnar. Findu netið þitt og bættu því við.

Hringdu núna í 0, og “Answer”, “Hold” og “Decline” findu síðan contactinn og smeltu á Jailbreakme.com.

Farðu neðst og ýttu á “Install Appsnapp”, bíddu í smá stund þangað til iPhone endurræsir sig. Núna ertu kominn með “Jailbroken” iPhone.

2.Hluti (iPond Touch)

Opnaðu Safari og farðu inná http://jailbreakme.com/

Farðu neðst og veldu “Install Appsnapp”

3. Hluti Uppfærsla.

Núna ætlum við að undirbúa hann fyrir uppfærslu og uppfæra hann síðan.

Farðu í Installer og findu Tweaks (1.1.1).
Veldu Oktoprep og smeltu á install.

Tengdu iPhone/iTouch við tölvu og opnaðu iTunes.
Uppfærðu hann í 1.1.2.

4. Hluti 1.1.2 Jailbreak.

Núna ætlum við að framkvæma Jailbreak á 1.1.2.

Afþjappaðu öllu inni haldinu úr Jailbreak-1.1.2.

Lokaðu iTunes og iTunesHelper.exe.

Í windows tvísmellir þú á windows.bat en á Mac smellir þú á jailbreak.jar.

Farðu eftir þeim leiðbeiningum sem koma upp.
Don't eat yellowsn0w!