iMac línan frá Apple Í þessari grein ætla ég að fjalla um iMac tölvurnar frá Apple og ýmsar útgáfur þeirra í gegnum árin, þar á meðal nýjustu útgáfuna, með Intel örgjörvanum.

G3

Fyrsta iMac útgáfan var kynnt 7.maí 1998 og útgáfa tölvunnar voru mikil tímamót bæði fyrir bæði Apple og allan tölvuiðnaðinn. Á þessum tíma var talvan einstök því að
hún sameinaði bæði miðverk tölvunnar og skjáinn í einu og sama tækinu. Liturinn á tölvunni var hálfgegnsær vatnsblár og talvan egg-laga, ummálið var um 38 cm. Í tölvunni
voru innbyggðir hátalarar. Lyklaborðið og músin voru endurhönnuð fyrir tölvuna, lyklaborðið með svörtum stöfum á hvítum tökkum og músin var kringlóttur “hokkí pökkur”
sem var strax sagður óþægilegur fyrir notendur með stórar hendur. Að lokum var ílangri mús, þekkt sem Apple Pro Mouse skipt út fyrir “pökkinn” á öllum vélbúnaðarvörum Apple.

G3 útgáfan hafði 233 MHz PowerPC örgjörva, 4GB harðan disk, CD-ROM drif sem var tekið úr Apple fartölvum og kom með Mac OS 8.1 sem seinna uppfærðist í 8.5.


G4

Í janúar 2002 var G4 útgáfan kynnt til sögunnar með 15“ LCD skjá sem var staðsettur í armi sem hægt var að hreyfa að vild. Armurinn kom upp úr hálfkúlu sem innhélt geisladrif
og fjórðu kynslóðar PowerPC örgjörva. Talvan var oft uppfærð og varð fáanleg með 17” og 20" LCD breiðskjám.


G5

Í ágúst 2004 var enn ein uppfærslan af iMac línunni kynnt. Talvan notaði sömu LCD breiðskjái en allur búnaðurinn og geisladrifið var staðsettur beint fyrir aftan skjáinn sem
lét það líta út eins og þykkur LCD skjár. Útgáfan var seinna uppfærð í þynnri hönnun með innbyggðri iSight vefmyndavél fyrir ofan skjáinn. Á Macworld ráðstefnunni 10 janúar
2006 tilkynnti Steve Jobs það að nýja iMac útgáfan yrði fyrsta Macintosh talvan til að nota Intel örgjörva. En allt annað, hönnunin, eiginleikar og verð myndi haldast það sama frá fyrri
útgáfum iMac G5. Eftir nokkrar prófanir Apple var vinnsluhraðinn sagður vera tvisvar eða þrisvar sinnum hraðari í nýja örgjörvanum.

G5 útgáfan núna kemur með Mighty Mouse mús, lyklaborði, innbyggðri iSight vefmyndavél og Apple fjarstýringu til notkunar við FrontRow sem er forrit sem gerir manni kleyft að
vafra í gegnum myndir,tónlist, myndbönd og horfa á myndir og það allt mjög auðveldlega.

Ég sjálfur fékk mér iMac fyrir nokkrum mánuðum og eftir það hefur sýn mín á tölvur algjörlega breyst og ég sé svo sannarlega ekki eftir kaupunum.

Heimildir : Wikipedia.