Ég hef tekið eftir því að þeir sem eru Windowstrúaðir neita alfarið að Mac sé framar í einhverjum þáttum. Þeir vísa því á bug að það sé kostur að hafa enga vírusa að reyna að komast inn í stýrikerfið, og svara á móti “hva', hafa Eplamennirnir ekki heyrt um vírusvörn?”.
Ég get lofað ykkur því að hver og einn Windowstrúaði einstaklingur sem er eitthvað á netinu er:
a)Búinn að fá vírus í tölvuna sína allavega einu sinni.
b)Er með vírusvörn sem “poppar-upp” á 5 mínútna fresti eða
c) Er með enga vírusvörn í tölvunni, og þar af leiðandi, eru 50-60% líkur á því að hann sé með vírus(a) í tölvugreyinu sínu núna.
Ég get einnig fullyrt það að það koma að lágmarki 7 villumeldingar upp á viku í Windowstölvu, og flestar þeirra meika ekkert sense. “Unexpected Error 304: Windows failed to open My Computer.”

Þessir hlutir koma ekki fyrir á Mac. En ef þeir gerast, er góð vanalega góð ástæða fyrir því. (Error 304 er ekki góð ástæða.)
Þeir sem velja Mac fram yfir Windowskeyrða PC tölvu eru bæði skynsamari og hagkvæmari, og ætla ég að útskýra það nánar hér.

Þú kaupir PC tölvu á svipuðu verði og iMac í ónefndri tölvuverslun á 120.000. Skjárinn kostar aukalega, 30.000. Þú ferð heim til þín og skellir risastórum tölvuturni á borðið og hefst handa við að finna réttu tengin fyrir allar þessar snúrur. Loks eru allar snúrurnar tengdar, en þá tekuru eftir öllum diskunum sem fylgdu með. Vá, þú heppinn. Allir þessir diskar sem þú getur leikið þér með. Þú startar tölvunni en þá þarftu að byrja að installa driverum til að allt þetta virki nú sem skildi. Þá koma nú diskarnir að góðum notum. Þú situr heillengi yfir vinnandi tölvunni þangað til allir diskarnir eru nú installaðir.

Svona gerist þetta á Mac.
Þú kaupir þér iMac á c.a. 120.000(veit ekki verðið nákvæmlega) en þarft ekki að kaupa aukaskjá, tölvan er skjárinn. Hversu frábært. Þú sparaðir 30.000 strax. Ferð heim til þín og tekur skjáinn og um leið tölvuna upp úr kassanum í einu handtaki. tengir músina, lyklaborðið og lætur power snúruna í rafmagn auðveldlega. Þú kveikir á tölvunni og þá kemur vingjarnlegt epli upp á skjáinn. Það biður þig kurteisislega um að fylla út í merkta reiti, þá aðeins til að þú getir skráð vöruna þína í gagnagrunn Apple. Og þeir geta því séð hver á nákvæmlega þetta eintak. Eftir stutta stund ert þú aðstoðaður með að finna nettengingu fyrir tölvuna. Það er innbyggt netkort í tölvunni svo þú þarft ekki að hreyfa þig ef þú ert með router. Eftir þetta ertu kominn inn í stýrikerfið þitt og byrjaður að fikta í öllu sniðuga dótinu.

Og við erum komnir í WIndowstrúaðaheimilið aftur.
Nú ertu loksins kominn inn í stýrikerfið þitt. En af hverju næ ég ekki neti? Æji já, þú þarft að finna út úr því í “Network Connections” og skrifa langar talnaraðir í nokkra stund. En ekki er það búið enn. Þegar þú ert loksins búinn að því þarftu að setja upp Internet Explorer. Þú setur hann upp og fyllir í einhverja reiti, ekkert að því. En svo loksins þegar að það stendur “finished ” á skjánum þá er þér skipað að restarta tölvunni.

Svona gerist á Mac.
Þú ítir á merki sem táknar “Safari”(áttaviti). Voila!

Windowsfólkið.
Þú þarft einmitt að skrifa ritgerð um kvöldið. En þú átt ekki neitt forrit inn í tölvunni til að skrifa hana. Þú hleypur út í búð og kaupir Office pakkann frá Windows á eitthvað yfir 10.000 kallinn. Á meðan Mac notandinn í næsta húsi er kominn hálfa leið með sína ritgerð með því að nota forrit sem fylgdi með og kallast TextEdit. Þessi sami Mac notandi sendir þér mynd af sér með því að nota innbyggðu iSight myndavélina, sem fylgdi frítt með. Þig langar að sjálfsögðu að senda mynd til baka og ferð og kaupir þér Logitech webcam, verð: 4.000
Daginn eftir sendir Mac notandinn í næsta húsi þér lag, sem hann bjó til í GarageBand, klukkutíma áður. Þig langar að gera hið sama og ferð og kaupir þér tölvumic í BT, 2.000 kr og glamrar á kassagítar móður þinnar í Sound Recorder.

Mac notandinn er búinn að eyða 120.000 krónum að heild.
Windows notandinn er búinn að eyða 166.000 að heild, fyrir minna innihald í boxinu.

Partur tvö kemur innan bráðar…stay tuned and stay away from creepy flag logos…