Núna á þriðjudaginn (23. okt) þá mun Apple setja á markað
nýja vöru. Það eru miklar vangaveltur á Netinu um hvað
þessi nýja vara sé en í boðskortinu sem sent var á fjölmiðla
stóð einungis eftirfarandi:

“This coming Tuesday, Apple invites you to the unveiling
of a breakthrough digital device,”

“(Hint: it's not a Mac).”

Helst eru menn á því að þetta sé einskonar MP3 spilari
sem fólk geti massað allt safnið sitt á. Munurinn á
venjulegum spilurum og þessum væri sá að þú gætir notað
græjurnar í bílnum eða í stofunni til að hlusta á spilarann
þráðlaust. Þetta eru þó allt getgátur þar sem ekkert lekur frá
Apple um þessa vöru annað en hún sé “groundbreaking”.

Ein síða sagðist hafa heimildir fyrir því að iTunes hópurinn
og Quicktime hópurinn innan Apple hefðu unnið saman að
þessu verkefni og því hafa menn velt fyrir sér hvort hægt
verði að horfa á bíómyndir með þessu tæki líka.

Maður getur ekki annað en búist við einhverju miklu fyrst
Apple notar svona sterk orð, og það rétt eftir að þeir voru að
reyna að draga úr hæpinu fyrir París Expo sem ekkert varð
svo úr.

En allavega við sjáum snilldina á þriðjudaginn hver sem hún
er.