Mér finnst vera kominn tími á svona top 5 forrit sem ég nota og ætla að skrifa smá um þau,
eins og þið vitið eru komnar tvær svona greinar áður sem þið getið skoðað, þær eru eftir JonGretar :

http://www.hugi.is/mac/articles.php?page=view&contentId=2853570

http://www.hugi.is/mac/articles.php?page=view&contentId=3016475

1. Adium

Það er bara “standard” finnst mér í mökkum orðið. Mjög öflugt spjall forrit sem hægt er að breyta eftir þörfum manns, en þó vantar
Isight ( webcam ) stuðining.

*Click*

2. smcFanControl

Þetta er mjög sniðugt forrit til að stjórna viftunum á macbook/ pro
eins og eigendur vita þá getur tölvan hitnað ansi mikið en þetta forrit gerir þér kleift að hækka snúningana
á viftunni og þar að leiðandi betri kælingu.
Eins og ég nota það þá er það í 1500 rmp venjulega en ég er með það í 3000 rmp
núna og hávaðinn hækkar ekkert í tölvunni verður bara kaldari.

*Click*

3. Mplayer

Þetta er bara venjulegur spilari og spilar flest öll myndbönd og er með skemmtilegum Mac fíling.

*Click*

4. Disco

Þetta er nýjasta forritið frá sömu og gerðu appzapper. Þetta forrit brennur diska og gerir það vel og þeir sem eru með nógu öflugt skjákort fá effect á forritið sem virkar þannig að þegar þú ert að brenna disk kemur reykur úr forritinu og ef þú blæst í micin eða hreyfir tölvuna til hliðar þá hreyfist reykurinn í samræmi við það.

*Click*

5. Doom 1

Þetta er snilldar leikur. Það er búið er búið að færa þetta yfir á mac vélarnar og er skylda að hafa inni á tölvunni til að fara í annaðslagið.

*Click*

En þetta eru nú eiginleg öll forritin sem ég nota dagsdaglega.
Apple.