Apple búðin á 5 avenue í New York
Ég var að koma frá New York en þar skoðaði ég þessa nýju ,,Underground, glerkassa” Apple búð.
Það eru tvær apple búðir í allri New York og hef ég bara farið í þessa nýju en gamla búðin er í Soho hverfinu, held ég. Ég er apple fan, elska gjörsamlega allt sem kemur frá Steve Jobs og hans mönnum. Ég hlakkaði rosalega til að skoða þessa nútíma búð, eins og Apple er og var eftirvæntingin var mikil. Búðin er á fifth avenue á horninu hjá Central Park (ef maður horfir á kort, þá er þetta hægra megin niðri í horninu á Central Park). Þeir sem vita hvar fræga Plaza hótelið er, þá er búðin á mótin henni.
Það eru öruglega margir sem líta framhjá þessari búð vegna þess að þetta er glerkassi. Systir mín tók til dæmis ekki eftir henni strax þótt að hún hafi litið yfir svæðið þar sem búðin er. Þegar maður labbar inn í búðina þá er stór hringstigi niður og lyfta.
Ég persónulega hélt að það yrði pakkað af apple dóti þarna inni en mér fannst vera svolítið tómlegt. Það er kannski útaf því að þetta er nokkuð stór búð. Það var allt í boði þarna inni nema litli nýji shuffel-inn (sem ég ætaði einmitt að kaupa mér). Annaðhvort var hann uppseldur eða þá að ég sá hann bara ekki (kemur ekki óvart, hann er svo lítill).
Munurinn þarna og á Íslandi er að þú gast öruglega keypt hvað sem er og labbað með það út. Ég beið til dæmis á Íslandi í 2 mánuði eftir MacBook tölvunni minni. Þarna var nóg af öllu, fullt af sýnishornum, fullt af tölvum og fullt af starfsmönnum (annað en hérna heima).
Það var slatti af fólki þarna inni þegar ég var þarna, samt var alltaf einhverstaðar starfsmaður, eða sýnishorn sem ég gat skoðað.
Það var magnað að fara þarna inn og skoða allt sem tengist Apple. Þetta er ,,nútíma” búð, stór, ekki með öll borð eða allar hillur fullar af drasli þannig að manni leið vel að skoða þarna.
Allir sem hafa einhvern smá áhuga á Apple tölvum, ipodum, hátölurum, töskum eða einhverju ættu að gefa sér tíma og fara í Apple búðina á fifth avenue.