Nýju iPodarnir ! Nokkrar tölfræðilegar upplýsingar um nýu iPodana

iPod shuffle 2G:
Þessi nýi iPod sem Apple segir vera minnsta mp3 spilarann á líklega eftir að ná miklum vinsældum vegna stærðar hans en hann er bara ¼ stærð af krítarkorti og ekki nema 1 cm þykkur.
Á honum er áföst klemma svo að maður fari nú ekki að týna honum.
Hann er með 1 Gb minniskorti or rúmar 240 lög.
Nú getur hann spilað í 12 klst sem er töluverð aukning frá þeim gamla.
Megingallinn er sá að á honum er ekki skjár en það skýrir kannski verðið,
en það er bara 75 dollarar.

iPod nano 2G:
Önnur kynslóðin af nanóinum er kannski ekki svo frábrugðin þeim gamla
en þó voru gerðar ýmsar minniháttar breytingar á honum.
Útlitið er ekki ólíkt gamla iPod mini þar sem litum hefur verið bætt við
og hefur álumgerðinni verið “vafið” um hann eins og í mini þó að hann sé vissulega bara 6.5 mm á breidd og 40g þungur
Spilunartíminn hefur verið aukinn upp í 24 tíma þó að skjárinn sé 40% bjartari en áður.
Hægt era ð fá
2 Gb eða 500 lög, aðeins hægt að fá silfurlitaðan 149 dollara
4 Gb eða 1000 lög , silfur, grænn, blár og bleikur 199 dollara
8 Gb eða 2000 lög !, svartur 249 dollara
Taka skal fram að þeir eru allir eins að stærð.

iPod 5.5G:
Útlitið á sígilda iPodnum er alveg eins og á 5. kynslóðinni þó að nú verði hægt að fá 30 Gb, 7.500 lög eða 40 klst af videoum
og 80 Gb. 20.000 lög eða 100 klst af videoum!!!
Skjárinn í þeim nýja er 60% bjartari en áður þekktist,
þykktin á 80gb útgáfunni er sú sama og á gömlu 60 Gb iPodnum.
Apple hefur bætt við ýmsum nýjum “featurum” eins og leit að lögum og “fastscroll” sem hjálpar manni að scrolla niður langa lista
og sést þá stafurinn sem maður er á td. L stórt á miðjum skjánum.
Nú verður hægt að downloada leikjum frá iTunes 7 eins og Bejeweld, Tetris Pacman og fleiri en þeir kosta 4.99 dollara hver.
30 Gb kostar 249 dollara (eins og 8 Gb nano) og
80 Gb fást á 349 dollara.
iPodarnir fást í svörtu og hvítu eins og áður.

Takk fyri