Verðlagning á iBook tölvum Ég var að skoða verðskrá fyrir iBook tölvurnar á apple.is. Þvílíkt og annað eins hefur maður ekki séð lengi!

Það eru þrjár útgáfur af vélum í boði:

1. (Grunnvél)
12,1-tommu TFT XGA skjár
1024x768 díla upplausn!
500MHz PowerPC G3
256K L2 áfast skyndiminni
64MB SDRAM vinnsluminni
10GB Ultra ATA harður diskur
CD-ROM geisladrif
8MB skjáminni
10/100BASE-T Ethernet
56K innbyggt mótald
VGA skjátengi
Tvö USB tengi
FireWire tengi
Spennubreytir
Rafhlaða

Verð: 179.900,-
Alls ekki slæmt verð fyrir svona vél.

Svo kemur vél 2. Verð: 229.900,-
Sama vélin að öllu leiti nema að minnið er orðið 128MB í stað 64MB og það er komið DVD drif í vélina. Fyrir þetta tvennt borgar þú 50 þúsund kall! Samkvæmt verðlista þá kostar 64MB minnisstækkun fyrir iBook 5.680,-. Svo að DVD drifið kostar 44.320,- kall! Fáránlegt.
Eðlilegt væri kannski 20-25 þúsund króna munur max. Sem dæmi þá kostar DVD drif fyrir ferðatölvur hjá Tæknibæ kr. 23.499,- og venjulegt geisladrif fyrir ferðatölvur kr. 9.990,-.

Ókey…svo er vél númer 3. Verð: 275.000,-
Hefur það sama fram yfir vél númer 1 að hafa 128MB minni. Svo er eitthvað sem heitir “DVD/CD-RW combo” drif. Þ.e. skrifari og DVD drif í sama tækinu. Mjög svo sniðugt, ekki satt? En hvað þarf að borga mikið meira fyrir þessa “stækkun” á vélinni? Heilar 95.100,-!!!. Það er svolítið mikið fyrir minn smekk, takk fyrir! Það er ekki einusinni stærri diskur eða enn meira minni, ónei, bara aum 64MB í viðbót og blessaða combo drifið fyrir tæpann hundrað þúsund kall!

Vona að þetta sé rétt hjá mér ;)
Get the point?

ps. held mig við pésann enn um sinn…

BOSS
There are only 10 types of people in the world: