Ætla hér að benda á nokkur skemmtileg tól fyrir makka notendur. Þetta eru lítil tól og forrit sem að ættu að hjálpa ykkur í hinum og þessum litlu verkum.

Tofu - http://homepage.mac.com/asagoo/tofu/
Þetta forrit ættu allir þeir sem hafa þurft að lesa skjöl á tölvunni að meta. Tofu er column text viewer sem að auðveldar mikið þegar þú lest skjöl. Dagblöð hafa fyrir löngu lært hvernig best er að birta upplýsingar þannig að auðvelt sé að lesa og þetta forrit reynir að gera hið sama með góðum árangri. Allger nauðsyn fyrir hvern sem er.

Onlife - http://www.ethomaz.com/onlife/
Furðulegt forrit sem að skráir niður notkun þín á forritum. Hvaða síður þú browsar og hversu lengi. Hvaða email þú lest og við hverja þú spjallaðir í Adium eða iChat. Sé fyrst í stað ekki mikil not fyrir þetta en keyrðu þetta í nokkra daga og þá ættiru að sjá hvað þú ert raunverulega rosalega lélegur starfsmaður og ættir að sjá sóma þinn í að hætta.

GmailStatus - http://homepage.mac.com/carsten.guenther/GmailStatus/
Lítið forrit sem að sýnir þér fjölda ólesina emaila á gmail. Hafið samband ef ykkur vantar account.

Gdisk - http://gdisk.sourceforge.net/
Forrit sem hjálpar þér að nota 2gb gmail svæðið þitt sem nokkurskonar harðan disk fyrir öll þín gögn. Fínt fyrir þá sem hafa ekki efni á iDisk. Hafið samband ef ykkur vantar account.

TextMate - http://macromates.com/
Mjög öflugur textpad fyrir forritara og fleira. Getur opnað heil directory og er með smá project system. Mæli allaveg með að skoða það.

Service Scruber - http://www.petermaurer.de/nasi.php?section=servicescrubber
Taktu til í Services menuinum þínum.

TextPander - http://www.petermaurer.de/nasi.php?section=textpander
Láttu nær öll forrit klára textan fyrir þig eða gerðu shortcuts á hluti sem þú gerir oft. Eins og Signature eða fleira í þá áttina.

Diablotin - http://s.sudre.free.fr/Software/Diablotin.html
Forrit sem hjálpar þér að skoða hvað er komið í Library folderinn þinn. Hentu út óþarfa plugins og addons.

Ég vona að fólk hafi fundið hér eitthvað sem nýtist þeim.