Ég er búinn að vera í djúpum hugleiðingum og ég er að pæla í að fá mér makka. ég hef alltaf verið mikill pésa maður og verið fremstur mönnum að drulla yfir makka en nú er það liðin tíð. síðasta haust keypti ég mér pc laptop fyrir 255 kall og var mjög ánægður með hana í fyrstu, núna hata ég hana! hún skartar dvd drifi sem mér fannst voða kúl í fyrstu (pioneer) en síðan komst ég að því hvað það les illa venjulega cdrom diska og frýs oft þegar þeir eru settir í hana, núna eg alltaf ömurlegt suð í henni sem er svo mikið að ég þori ekki að sýna nokkrum manni hana í gangi. Síðan er windows svo mikið drasl að ég er að fara yfir um. ekki veit ég mikið um nýja makka og trúi lítið þessu 4x meiri hraði og svo finnst mér sorglegt hvað all á netinu er gert fyrir win svo ég er eiginlega kominn í smá klandur. í skólanum mínum er líka net fyrir pc tölvur svo það væri ömurlegt að geta ekki nýtt sér hraðann þar sem er geðveikur. ég vildi gjarnan fá einhver svör við því hvað ég á að gera.

btw tölvan mín er 700mhz hp omnibook og mæli ég ekki með þeim