Næstu Kynslóðir Örgjörva! Ég vill byrja á því að segja að ég er ekki góður í stafsetningu og málfræði, og ef einhver sér eitthvað að þessum tveimur hlutum í greininni sem ég er að fara að skrifa núna þá má hann endilega senda mér skilaboð og minna mig ÞAR á hvað ég er mikill hálviti. Svo vill ég líka tala aðeins um hversu dautt þetta áhugamál er, á huga að minnstakosti, eða á öllu íslandi. Kannski er það vegna þess að fyrirtækið sem er búið að hafa umboð á vörum Apple er búið að vera svíkja viðskiptavini sína hægri vinstri eða ekki. Ég er samt hissa á því að það séu virkilega svona fár greinar sem hafa komið inn á þetta áhugamlá sértaklega þegar maður hugsar út í hvað er búið að vera að gerast í heiminum akkúrat núna.

Síðustu vikur hef ég fylgst spenntur með öllum fréttum og orðrómum sem hafa verið á milli tannanna á fólki. Kannski ekki jafn mikið hér á íslandi og úti í heimi. Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að tala um þá ætla ég að útskýra það í flýti.

Apple Computer tilkynnti það fyrir stuttu að þeir ætluðu að sýna kynningar eintak af MacOs X Panther sem er nýjasta útgáfan af tíunda stýrikerfinu þeirra. Þessi útgáfa á að hafa allskonar nýja fídusa og á að vera skrefið sem apple tekur framúr Windows XP í áttina að Windows Longhorn. Næstum um leið og fólk var farið að tala um Panther þá fóru af stað allskonar orðrómar um að IBM og Apple væru síðustu árin búnir að þróa nýjan G5 örgjörva eða eins og IBM kallar hann, PowerPC 970. Um leið dó öll næstum öll umræða og spenna í kringum Panther og allir fóru að tala um þennan nýja örgjörva og hvernig hann gæti pumpað krafti í tölurnar frá Apple og loksins eftir öll þessi ár gert þær virkilega samkeppnishæfar við bestu Pentium örgjörvana.

Þann 23 Júní á WWDC sýninguni staðfesti Steve Jobs þennan orðróm. G5 örgjörvinn er kominn til að vera, og ef eitthvað er að marka Adobe, Wolfram Research, Pixar Studios og fleiri, þá eru nýju G5 tölvunar í flestum tilfellum meira en 2x hraðskreiðari en sambærilegar pc tölvur. Hérna koma tölvunar sem samanburðurinn var gerður á:

-G5-
Dual 2Ghz G5
512Mb 400Mhz DDR
160Gb SATA HDD
og fleira…. hún kostar 2999$

-Dell-
Dual 3Ghz P4 XEON (ég man ekki hvort að Xeon sé kallaður P4 eða ekki)
512Mb
120Gb HDD
og fleira… hún kostar 4000$

(ég nenni ekki að skrifa þetta allt niður, bara það sem ég man í augnablikinu.)


Ég veit ekki hversu margir horfðu á þessa sýningu en mér og vinum mínum fannst hún alveg rosaleg, fyrir þá sem tíma bandvíddinni er hægt að fara á http://www.apple.com/quicktime/qtv/wwdc03/ og sjá “show’ið” í Quicktime Stream. Aðalástæðan fyrir því að ég skrifaði þessa grein er að mér fannst ég verða að gera það þar sem ENGINN annar er búinn að hundskast til þess. Það er næstum sorglegt þar sem ég er ekki Makka notandi, ekki enþá að minstakosti. Hver veit hvort maður skiptir ekki yfir í Makkann ef þetta heldur svona áfram.

En eins og ég sagði ég varð að skrifa grein um þetta og ég vona að það verða fleiri skrifaðar. Það er margt sem er spennandi við þetta, sérstaklega þar sem í fyrsta skiptið í langan tíma er Apple aftur komnir inn í örgjörva stríðið. IBM hafa lofað því að verða komnir með 3Ghz G5 örgjörva eftir 12 mánuði. Maður getur rétt svo ýmindað sér kraftinn í þannig tölvu.

Nú svo ég fari ekki bara að tala um Apple tölvu þá langar mig að breita aðeins til. Núna í ágúst stefna AMD á að gefa út Athlon64 sem er einnig 64-bita örgjörvi. Intel er þar með orðinn einni örgjörva framleiðandinn sem er ekki búinn að taka stökkið yfir í 64 bita. Hinsvegar verður spennandi að sjá hvað Pentium 5 mun geta afkastað. Hann mun víst eiga að koma út seinni hluta ársins. P4 3,2Ghz mun vera sá síðasti í núverandi kynslóð Pentium örgjörvans.

******************

Bara svona í lokinn langar mig aðeins að minnast á umræðuna sem hefur fór af stað í kringum “SPEC” testið sem er mjög mikið verið að rífast um á hinum og þessum vefsíðum. Ég held að gaurarnir Cnet séu þegar búnir að leiðrétta það allt saman, en fyrir þá sem bara nenna ekki að pæla í mips og flops og floating points og intergers og ég veit ekki hvað. Munið bara að það er hraðinn sem maður fær í raunverulegum forritum sem skiptir máli.

Takk fyrir mig og ég vonast innilega til þess að ég fá einhver góð svör við þessari grein. Við eigum greinilega spennandi ár framundan!
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*