Mikklar hræringar hafa verið á undanförnum vikum hjá Apple á Íslandi og hafa fjölda orðróma verið að ganga fram og til baka og hafa nokkrir þeirra verið viðurkenndir en sumir hanga enn yfir mönnum.

Fyrstan ber að nefna þann orðróm er spratt upp fyrir nokkrum vikum um að Ólauri William Hand hjá fyrirtækja sviðið Apple á Íslandi, Sigurður Þorsteinsson verslunarstjóri og Steingrímur Árnason hugbúnaðarstjóra og vefstjóra hefðu í hyggju að yfirgefa AcoTæknival vegna launa lækkana og ýmissa annara ástæðna. Þetta gerði menn tortryggna á framgang mála hjá Apple á Íslandi en þessi orðrómur varð til þess að komið var á stofnun IceMUG felagsins sem er samtök makka notenda á Íslandi með hagsmuni makka notenda hér heima í huga.

Í framhaldi að þessu kom upp orðrómur um AcoTæknival væri að missa umboðið fyrir Apple og að Apple í Evrópu hefði í hyggju taka við og stofna verslun hér heima. Ekkert hefur verið gefið upp í þeim málum en meira ætti að koma fram a næstu dögum.

Í gær (föstudaginn 14. febrúar 2003) tilkynnti Muri (Steingrímur Árnason) svo það á umræðuvef Apple.is að hann hefði sagt upp störfum hjá AcoTæknival og væri að flytjast í nýtt starf þar sem hann myndi verða yfir íslenskustuðnings fyrir Apple hugbúnað. Ekki gaf hann hins vegar upp hvert hann væri að fara eða hvert framhald þeirra mála yrði.

Í dag kom svo fram grein í Morgunblaðinu þess efnis að nýtt félag hefði verið komið a laggirnar með þau verksvið að sjá um dreifingu, sölu og þjónustu á Apple-tölvum á Íslandi. Samkvæmt Morgunblaðinu segir Ólafur William Hand, einn aðstandanda hins nyja félags, að samningur hafi verið gerður við Apple úti varðandi þetta í vikunni. Ólafur Örn Hilmarsson, forstjóri AcoTæknivals sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um þessa samninga staðfestar og sagðist því ekki geta tjá sig um málið. Í tilkynningu frá hinu nýja félagi kom fram að markmiðið með stofnun félagsins væri að auka markaðshlutdeild Apple á Íslandi og veita þjónustu til eigenda Apple véla. Þeir sem standa að félaginu eru einstaklingar með áratuga reynslu af Apple-tölvum en ekki er talið tímabært að upplýsingar um fleirri aðstandendur félagsins eins og stendur.

Finnur Bárðarson á makki.is greinir frá því að fjöldi manns hafi haft samband við hann vegna lokunar a umræðu vef apple.is, hann segir að menn hafi verið að velt því fyrir sér hvort að ástæðan fyrir lokuninni sé og hvort það sé tengt stofnun hins nýja Apple á Íslandi. En er Finnur hafði samband við Mura (Steingrím Árnason) og segir hann að AcoTæknival hafi áræðanlega ekki viljandi kippt þessu úr sambandi.

Einnig ber að benda á að einhver vinna virðist vera í gangi á mac.is sem er domain sem að var keypt í sínum tíma fyrir makki.is, talað var um að þarna yrði icemug með vefsvæði annaðhvort sem mac.is/icemug eða icemug.mac.is en nú virðist eitthvað annað vera í væntum og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim málum sem og öllum þeim er minnst er á hér að framan. En mín trú er að þróunin á næstu dögum og vikum verði spennandi og gaman verði að fylgjast með.

——————
<a href="http://www.apple.is“>Apple á Íslandi</a>
<a href=”http://www.makki.is“>Makki.is</a>
<a href=”http://www.acotaeknival.is/“>AcoTæknival</a>
<a href=”http://www.mbl.is/">Morgunblaðið</a