iPod Ég held að flestir sem áhuga hafa á “Mac” viti hvað iPod er. Þetta er lítil “mp3 spilari”. Nema er harður diskur uppá 5, 10 eða 20 GB (allt eftir hversu dýr hann má vera). iPod er kominn fyrir PC tölvur líka, það er að segja, ef Fire-Wire tengi er í tölvuni (Fire-Wire hefur alltaf verið staðall í Mac). iPod spilar MP3, WAV og AIFF, en, eins og ég sagði hér að ofan er hægt að nota hann sem harðan disk. iPod mun ekki lesa skrár sem þú “geymir” inná þessum harða disk, heldur bara 3 hljóðtegundirnar sem koma fram hér að ofan. Einnig er mögulegt að hafa, svokallaðann “contact” á ensku. Contact er í raun persóna sem skrifað er um, heimilisfang, síma, vinnusíma, farsíma, og allar helstu upplýsingar um viðkomandi.


iPod spilar stanslaust í upp að 10 klukkustundum (fullhlaðinn). Skjárinn á iPod er svarthvítur Liquid Crystal Display (LCD) með sterku, hvítu bakljósi. Með iPod, fyrir Windows fylgir tónlistarforritið Musicmach Jukebox, sem hefur stuðning (plug-in á ensku) fyrir iPod. Í Musicmach Jukebox er hægt að búa til “lagalista” (playlist) sem er á .m3u formi.


Þegar iPod tengist tölvuni, hleður hann sig sjálfkrafa í takt við rafhlöðurnar. þegar ég skrifa í takt við rafhlöðurnar meina ég að iPod er með skynjara, sem skynjar hvort rafhlöðurnar þurfi rafmagn. Rafhlöðum líður best ef þær eru tæmdar alveg, og svo alveg fullhlaðnar. Auðvita fylgir líka með hleðslutæki sem stungið er í vegg, og fer svo beint upp um Fire-Wire snúruna og er stungið í gegnum Fire-Wire raufina á iPod.


Einnig fylgir fjarstýring með 20 GB græjuni sem virkar eins og sía: iPod——[o:]—–heyrnartól. Þessi “teikning” ætti að skýra þetta. Einnig er 20 mínútna hristivörn á iPod, en ég hef prófað að hrista iPod, án varnar, en hann truflast ekki neitt. Til að Windows-útgáfan af iPod virki hjá þér þarftu að hafa eftirfarandi:

Fire-Wire tengi
Windows Me/2000/XP (Home eða PRO)

Jæja, þá held ég að allt sé komið.

P.S. Ég er 13 ára strákur og þetta er mín fyrsta grein.

Vona að hún komist í gegnum stranga gæslu =)
Varist að hafa orðið “vefstjóri” í undirskrift því þá tekur *vefstjóri það út! :) Vinsamlegast hafið ekki fleiri en 4 línur í undirskrift.