Ég kveikti á sjónvarpinu í gær eftir langan tíma. Í gangi var ný auglýsing frá Apple á Íslandi, þar sem Gísli Marteinn sjónvarps- og sjálfstæðismaður var að segja hvað Makkinn væri góður. Auglýsingin var svipaði mjög til þeirra sem er að finna á http://www.apple.com/switch/. Svo í dag sá ég aðra þar sem einhver tónlistarmaður sagði sína sögu.

Ég hef verið að pæla, virka svona auglýsingar betur en einhverjar aðrar ? Flestir vita hver Gísli Marteinn er, og skv. auglýsingunni notar hann Makka. En ætti fólk þess vegna líka að nota Makka ? Alveg eins og á Switch síðu Apple.com. Þar er Tony Hawk hjólabrettamaður að segja að hann noti Makka við gerð brettamyndbanda. Er það einhver betri ástæða fyrir því að fólk eigi að nota Makka ?

Mér finnst þetta ágætis auglýsingar, og fyndnar á köflum. En þó veit ég ekki hvort fólk trúir frekar ‘frægum’ mönnum/konum en öðrum.

Hvað finnst ykkur ?