Borat og Ali G - Endurrisið áhugamál og 4 nýjir stjórnendur Komiði sæl og blessuð, Toggi heiti ég og er nýr stjórnandi á besta áhugamáli í heimi. Ég er nú ekki alveg viss afhverju þetta áhugamál var sett inn aftur en ætli þetta sé ekki bara smá flipp hjá Vefstjora. En já, ég er allavega mjög ánægður með endurkomuna og vonandi á þetta eftir að verða skemmtilegt sem og áhugavert áhugamál.


Til leiks eru komnir 3 aðrir stjórnendur sem allir ættu að kannast við, það eru þeir Imbabassi, Zikki og OfurAlli. Þvílíkur úrvalshópur stjórnenda hefur varla sést áður á huga. Ég hef mikla trú á þessu áhugamáli og ég vona að þið verðið dugleg að senda inn allskonar skemmtilegt efni.


Kv. Toggi


Is it 'cos I is black?