Ég var bara að spá hvort það eigi ekki að sýna eldri þættina líka. Ég hef séð eitthvað af eldri þáttunum og þeir eru snilld! Þar fer hann meðal annars í mótmælagöngu og rífst við lögregluna og mótmælendur byrja að rífast í honum, enda veit hann ekkert hverju er verið að mótmæla. Þó svo að hann fái enga gesti, fer ekkert út fyrir stóra Bretland (fer smat til Whales og Írlands) og það er engin Borat, þá er þetta snilldar sería og RUV ætti tvímannalaust að sýna hana líka.