Ali G In da house (2002) Ali G (2002)

Framleiðandi: Mark Mylod
Handrit: Sacha Baron Cohen(Ali G), Dan Mazer.
Aðalhlutverk: Sacha Baron Cohen, Kellie Bright, Michael Gambon.


Loksins loksins sá ég myndina eftir langar bið!
Flestir hafa séð af þættinum hans Ali G sem var sýndur á RÚV og er nú verið að endursýna rúmlega 22 á miðvikudögum. Ég sá þessa mynd um helgina varð ekki vonsvikinn. Söguþráðurinn er bara fínn, Ali G er náttúrulega bara snillingur og kemur með geðveikar setningar og þá nefni ég sérstaklega eitt atriðið þar sem Ali G er í sjónvarpsviðtali ásamt keppinauti sínum í kosningum þar sem Ali G ætlar að bjarga hverfinu sínu, Staines frá niðurrifningu vegna væntanlegs herflugvölls. skyndilega verður Ali G ótrúlega vinsæll fer að stjórna öllu landinu. Meira segi ég ekki og ég mæli eindregið með að fólk sjái þessa mynd.

Myndin var nokkuð betri en ég bjóst við svo ég gef henni svona
***/****

Snilldarmynd!

Kv,
TS