Sacha Baron Cohen Flestir þekkja nú trúðana tvo Ali G og Borat sem eru að tröllríða heiminum í dag sérstaklega Borat.

En hver er þessi Sacha Baron Cohen maðurinn á bakvið öll þessi trúðalæti.
Jæja þið eruð að fara að komast að því.

Sacha Baron Cohen var fæddur árið 1971 í Englandi réttara sagt Hammersmith, London Englandi.
Hann var fæddur inní miðstéttar gyðingafjölskyldu. Sacha á tvo bræður.
Pabbi hans rak fatabúð og mamma hans var nokkurskonar kennari.

Hann gekk í einkaskóla að nafni Haberdashers' Aske's Boys' School þegar hann var ungur síðan fór hann í skólann
Christ's College sem mér skilst að sé “guðlegur skóli” og einnig deild í Cambridge.
Hann lék mikið á sínum yngri árum með Cambridge University Amateur Dramatic Club.

Hann Sacha er trúlofaður Ástralskri leikonu sem er að mínu mati nokkuð flott.
Hún er þekktust fyrir hlutvek sín í Wedding Crashers og Scooby Doo.


Eftir stutt tímabil þar sem hann vann í banka.
Þa byrjar hann að leika. Hann lék
tveggja sekúndna sketsa fyrir The Paramount Comedy Channel þar leikur hann Austurísku tískulögguna Bruno. Eftir það byrjaði hann
í The Eleven 'O Clock Show þar sem hann lék
fyrst Ali G. Da Ali G Show byrjaði síðan árið 2000 og þar lék hann væntalega bara Ali G. Hann vann einnig BAFTA verðlaun fyrir The Ali G Show árið 2000.


Sacha hefur gert tvær myndir,
Ali G Inda House og svo Borat.
Ég hef séð þær báðar og mér finnst þær báðar prýðis myndir. Ali G Inda House er meira svona
“Pro” mynd því að hún er vel leikstýrð og ekki svona mikið “Hidden Camera” eins og Borat.
En Borat finnst mér jafnvel fyndnari.

[YouTube]http://youtube.com/watch?v=P842Tmi6lrc

Hérna er viðtal sem Ali G tók við David Beckham og Victoriu. Snilld bara.

Ég vil þakka fyrir mig og flestar upplýsingarnar fékk ég á Wikipedia.