Ég mundi vilja spyrja fólk hvað því finnst um dópáróður AliG og þá er ég ekki að meina í sambandi við fullorðið fólk, heldur er ég að tala um þau fjölmörgu börn og unglinga sem liggja yfir þættinum, taka hann upp og horfa á aftur og aftur. Hvort sem aðstandendum þáttanna líkar betur eða verr er Ali G fyrirmynd alveg eins og Superman og Batman. Krakkar vilja vera eins og þeir sem þeir líta upp til. Þá vil ég ekki að menn taki orð mín bókstaflega því flest börn gera sér auðvitað grein fyrir því að þau geta ekki flogið og ekki sjást margir unglingar í bláu spandexi úti á götu. En boðskapurinn nær hinsvegar inn, hvort sem fólki líkar það betur eða verr, því hann setur þetta fram á fyndinn og skemmtilegan hátt og sjónvarp er í raun bara lúmskur heilaþvottur sem deifir siðgæðisvitund okkar. T.d er boðskapur Supermans er að hjálpa samborgurum sínum og berjast gegn hinu illa, á meðan boðskapur Ali G er sá að hassreykingar séu helvíti nett fyrirbæri. Ég er sjálfur 21 árs gamall og geri mér grein fyrir því að maður á ekki að apa allt upp eftir sjónvarpshetjum, en hinir áhrifagjarnari af yngri kynslóðinni eru kannski ekki alveg með á nótunum. Þegar ég var yngri voru eiturlyf fyrir mér að hinu illa. Ég horði á Superman og þeir sem dreifu og notuðu eiturlyf voru eins og Lex Luthor fyrir mér. En í dag er þessum krökkum skítsama um Superman og það eina sem kemst að er Ali G. Og hvort sem hann er að segja þetta í gamni eða alvöru er þetta bara áróður sem fer beint inn um annað eyrað á þessum krökkum, en fer í sumum tilfellum ekki út um hitt. Ef Ali G hefði verið til þegar ég var lítill er aldrei að vita nema viðhorf mín til eiturlyfja hefðu verið allt önnur, því ég hef verið veikur fyrir því í seinni tíð ef mér eru boðin efni sem breyta hugarástandi og lund manns. Ég hef sagt já, með hiki, en samt sem áður aldrei verið beint í rónni með það og ekki beint sóst eftir því. En hinsvegar er spurningin hvort að ef Ali G hefði verið í sjónvarpinu fyrir átta árum hvort sagan hefði verið önnur og að samviskan hefði þ.a.l nagað mig minna og ég hefði kannski meira sóst í slíka hluti. Það eru ekki allir sem höndla það að nota eiturlyf í hófi og er Ali G ekki bara að gera ungu kynslóðina enn mótækilegri fyrir eiturlyfjunum? Vill Ríkissjónvarpið virkilega hafa það á samviskunni að hafa eyðilagt líf fólks, þó svo það væri ekki nema ein manneskja, þá erum við samt að tala um líf, því sumir eiga aldrei afturkvæmt úr klóm eiturlyjanna.
Ég er alls ekki að fullyrða um eitt eða neitt, en hinsvegar er þetta möguleiki. Því verðum við sem ábyrgir borgarar, fyrirmyndir og uppalendur komandi kynslóða að spyrja okkur hvort að nokkrir hlátrar á miðvikudagskvöldi með Ali G séu virkilega þess virði ef svo kannski litli bróðir þinn sem situr við hliðina á þér er alveg að drekka þetta í sig og á svo eftir að enda á glapstigum. Því það eru ekki bara illa uppaldir krakkar frá slæmum fjölskyldum sem lenda í þessu, það geta allir lent í svona rugli. Það er nógu mikið af hlutum sem eru að draga fólk að eiturlyjum en þurfum við virkilega á einum til viðbótar að halda?
Ég er enginn rosalegur anti eitulyfja maður og er nokkuð liberal í þessum hlutum. En þegar það eru ástvinir manns sem eru í hættu, hugsar maður sig e.t.v tvisvar um. Þetta eru ekki boð til bólufreðinna unglinga til að segja mér að sé hálfviti og eigi ekki að taka þessu svona alvarlega, heldur er ég bara að segja að þetta fær mann til að hugsa og kannski ættu fleiri að pæla í því hvað þeir eru að gera því þegar það er systir, bróðir, sonur eða dóttir þín sem þú þarft að jarða vildirðu kannski óska þessa að þú hefðir haft slökkt á sjónvarpinu þegar Ali var á skjánum. Því að eiturlyjavandi heimsins er raunverulegur og hann er lúmskari en margan grunar og án þess að þú fáir rönd við reist gæti hann verið kominn inn á heimili þitt.