Hver er Ali G?? Upplýsingar um Ali G
Leikarinn Sacha Baron-Cohen fæddist í desember 1970. Hann er gyðingur og MJÖG trúaður. Hann var í Haberdashes Askes skóla sem barn náði öllum samræmdu (GCSE´s) og er með stúdentspróf (A-Levels). Hann er einnig með Háskólapróf frá Cambridge University í Mannkynsögu. 1989 eyddi hann ári á einöngruðu sveitaþorpi í Ísrael fyrir strangtrúaða gyðinga (Rosh Hanikra kibbutz).

Hann hefur leikið í sýningunni “Fiddler on the Roof” í Englandi og hann hefur einnig unnið á “The Elven ´o clock show” hjá sem varð mjög vinsæll þáttur út af þáttöku Sacha í honum og hjálpaði þátturinn frama Sacha mikið.

Hann fékk hlutverkið í Ali G gegnum umboðskrifstofuna IAL eftir að hann lék persónuna og háðfuglinn Bruno sem í 5 mínútur á stórri tískusýningu í evrópu. Hann átti að ráða hvernig persónan átti að vera. Hann sló í gegn á þessum 5 mínútum og öllum fannst hann óhemju fyndinn og klúr án þess að blóta mjög mikið.

Stóra tækifæri Sacha kom þegar Channel 4 leitaði að nýju andliti fyrir eins og þeir kölluðu heimsku þátt. Sacha sótti um með myndbandi og stjórnendurnir sögðu að hann hefði verið lang besti umsækjandinn. Hann var beðinn um að koma upp með einhvern karakter sem væri heimskulegur að reyna að fjalla um mikilvæg mál. Persónan átti að heita Ali G þannig ekki væri hægt að rekja hvaðan persónan átti að koma, eins og stjórnendurnir segja: “Ali G gæti alveg eins verið stytting á Alistair Gilford og Alhammond Gyivéfa”.

Sacha hefur unnið fjölda verðlauna s.s. :Besti byrjandi í sjónvarpi, besta pólitíska viðtalið, besti grínistinn á Bretlandi ofl, ofl.

Sacha vill taka það fram að hann er á engan veginn líkur persónunni sem hann leikur í “The Ali G Show”. Hann vinnur núna á fullu við að hjálpa við að fella skuldir þriðja heimsins niður.

Kveðja
supernova
_____________________________