Já, það fer bara að koma að þessu… 3 DAGAR EFTIR! get ekki beðið!

Ég hlustaði á þennan fína þátt um Robert Plant á Rás2 í gærkvöldi. þar var tilkynnt að líklegt væri að kappin myndi taka þessi Zeppelin lög á tónleikunum á föstudaginn:

That's the way (Led Zeppelin III)
Heartbreaker (Led Zeppelin II)
Black Dog (Led Zeppelin IV)
When the leavee breaks (Led Zeppelin IV)
Babe I'm gonna leave you (Led Zeppelin)
Whole Lotta Love(Led Zeppelin II)

Þessi lög eru svona þau sem hann er kannski helst að taka á þessari tónleikaferð. Hann tók þessi lög í Tulsa í Bandaríkjunum á tónleikum sem voru haldnir þar fyrir stuttu.
Hann er víst hættur að spila Stairway To Heaven á tónleikum, sem mér finnst bara flott hjá honum. En ég er mjög ánægð með þennan lista (þótt svo að hann sé kannski ekki endanlegur)Þar eru 2 af mínum uppáhalds Zeppelin lögum, When The Leavee Breaks og Babe I'm Gonna leave you! Snilld…vona að þetta verðði lögin sem verða á tónlekunum…

En í þættinum voru líka spiluð fyrstu 8 lögin af nýju plötu Plants, Mighty Rearranger, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn…
Ég hlustaði á það og ákvað að gefa lögunum smá einkunn og setja hér inn:

1. náði ekki nafninu á þessu lagi en samt sem áður þrusugott lag og gaf því 8,5 í einkunn!
2. Shine it all around: snilldarlag! ekkert meira að segja bara jafnast á við Led Zeppelin lög sko! gaf þessu lagi 9 í einkunn
3. Freedom Fries: Hér er hann að syngja um Írak stríðið og skoðun sína á því. Magnað lag alveg hreint. Gaf því 8 í einkunn!
4. Tin Pan Walley: Fínt lag, en mér fannst þetta kannski svona slakasta lagið. Gaf því 7,5.
5. All the king's horses: byggt á einhverju ensku kvæði víst. FRÁBÆRT LAG! Í anda rólegu Led Zeppelin laganna og bara vá! Gaf því 9.
6. The Enchanter: Enn eitt frábært lag. Kappinn er að sanna sig með þessari plötu. Gaf þessu lagi 9. Einkunnin bara hækkaði eftir því sem leið á lagið!
7. Tacamba: Enn eitt þrusulag á ferðinni. Þetta er allt saman mjög mikið í anda Led Zeppelin. Er svona eins og nútímaútgáfu af Zeppelin, á jákvæðan hátt. Gaf þessu einnig 9.
8. Mighty Rearranger: Titillagið. Gott lag. Gaf því 8.

Þegar diskurinn byrjaði að spila var ég farin að kvíða fyrir að þurfa að heyra í gömlum útbrunnum karli, en var engin ástæða fyrir því. Þetta er alveg hreint MÖGNUÐ plata. (það sem ég hef heyrt) og ég ætla rökustu leið í skífuna á fimmtudaginn að kaupa hana. Margir hafa sagt að þetta sé það besta sem kappinn hefur gert síðan Physical Graffitti. Þó að ég sé ekki sammála því þá hlýtur þetta að vera besta sólóplatan hans. Ég hef ekki heyrt mikið sóló með honum, en ef það er allt jafn gott og þetta þá verð ég jafnvel steinhissa!
Þetta var miiiikið betra en ég hélt og ég er bara í sæluvímu og hlakka óendanlega mikið til á föstudaginn!!

Hann er að sanna að það eru ekki bara hálfdauðir karlar með göngustaf eftir af rokkgoðunum. Plant er eldhress og meira lifandi en hann hefur verið lengi!

Takk fyrir mig!

Sjáumst öll hress á föstudaginn!!


PS: einnig var nefnt í þættinum að hann myndi taka all the kings horses af þessum disk! Sem verður frábært því það er snilld!:D
www.folk.is/inga_zeppelinfan