Dularfyllsta persóna Tolkiens er án efa Gandálfur Grái (eða
eins hann er kallaður) og hér nokkrar ástæður afhverju.

1. Enginn veit alvöru nafn Gandálfs (efast um kallinn viti það
sjálfur) og heldur ekki hvaðan hann kom eða hvað hann er
(Ég veit að hann er vitki, pælinginin er hvers kynþáttar hann
er..)

2. Einnig er ekki síður dulúð á reglu hans ég hef nú lesið allar
bækurnar (nema adventures of Tom Bombadil og BOLT 1og
2) og ég hef aðeins heyrt um þjrá af þessarri vitka reglu: þ.e.
Gandálfur grái, Sarúman hinn hvíti og manekkinafnið hinn
rauði. Einnig hefur Gandálfur vanið sig á þann leiða óvana að
láta sig hverfa í tíð og ótíma. (Í the Hobbit þegar hann hvarf
einhvurt útí rass og gulrófu við jaðar Mirkwood og dúkkaði svo
hentuglega upp við jaðar the battle of five armies.

3.Einnig bendir það til að karlinn sé mun mikilvægari en að
hjálpa litlum köllum að labba yfir fjöll, þegar hann
endurholdgaðist í TTT sem Gandálfur hinn hvíti (Bendir til
beins afskipta Alföður í málefni miðgarðs) og einnig þarf
karlinn að vera ekkert smá sterkur til að stúta heilum Balrogg
(en samt átti hann erfitt með að stúta Moría goblins Hmmm….)

4. Niðurstaða: Það er mikið af púslum sem mann vantar til
þess að púsla saman Gandálf t.d. afhverju (fyrst hann var af
mikilvægri vitkareglu) blandaði hann sér í mál Thorins
Oaksfield (og afhverju blandaði hann Bilbó inní málið?) Ég
veit það ekki. Kannski þjónaði það einhvurjum æðri tilgangi,
kannski er hann bara sjúklega ævintýra sjúkur, eða kannski er
hann bara “góði galdrakallinn” í ævintýrinu sem bækurnar áttu
að hafa? Eins og ég sagði þá veit ég það ekki. Líklega væri
best ef Meistar Tolkien væri á meðal vor….
Jæja nú megiði byrja að svara og rökræða hver Gandálfur sé
(eða stafsetninguna mína, alvegsama)

Pease for now (personal motto
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi