Er þetta dæmi sem er núna að ganga á msn settu † fyrir framan nafnið þitt því að það dóu tveir strákar í bílslysi virkilega satt. Ég er nefninlega vön að fá sent hundrað einhver svona bull á dag eins og “fyrir fimm á árum á þessum degi var átta ára stelpa drepin, ef þú sendir þetta ekki til fimm manns kemur hún til þín á miðnætti og drepur þig.”
Það var einhver gaur sem sendi mér einhvað um þessa Sigga og Dóra og að þeir hefðu dáið 17. júní og ég ætti að setja † fyrir framan nafnið mitt.
Ég hélt að þetta væri bara enn eitt ruglið og svaraði bara: “Bullshit! Á þetta að vera einhvað fyndið eða?” Og hann svaraði alveg brjálaður: “Hvað er að þér, annar af þessum gaurum var bróðir minn.”
Og ég er í dáddlum bömmer ég veit ekki hvort gaurinn er bara með einhvern sick húmor eða hvort þetta er í alvörunni satt :S.
Er þetta satt?