Gott fólk….. titillinn er málfræðilega kol-rangur.

Þetta eru heil sjö orð. Gætu verið fjögur. Ég skil þetta ekki.

Las nýverið grein um músík. Músík í dag og músík í gær.
Glöggvaði mig á því að fólk, bæði hugarar og almenningur hefur misst hæfileikann á sæmilegu máli.

Vil ég kenna íþróttamönnum um hvernig komið er. Heyrði þennan hrylling fyrst frá þeim.

Gott dæmi: ,,Hann var ekki að skora mörk. Hann var ekki að standa sig vel. Við vorum ekki að ná að spila vel. O.s.frv.´´
Hvernig í andskotanum dettur nokkurri lifandi manneskju í hug að segja svona????

Þessi pistill minn á hvergi annars staðar heima nema undir “Nöldur” því þetta er líka fyrsta flokks nöldur.
Hvað segiði…. nokkur kjaftur sammála mér????

Bið að heilsa,
Siggibet<br><br>Skulum bara muna að það er bannað að tapa gleðinni