Það var brotist inn hjá okkur um daginn… og RÁNDÝRRI fartölvu stolið! Ég vil bara segja ykkur að LOKA ÖLLUM GLUGGUM OG LÆSA HURÐUM (!!!!!!!!!!!!!)

Flestir hugsa svona: “Ég bý í rólegu hverfi, það yrði aldrei brotist inn til mín”
“Hverjar eru svosem líkurnar á því að það yrði brostinn inn hjá mér”

Svona hugsaði ég þangað til að þetta gerðist!

Þjófurinn var mjög líklega ennþá inní húsinu okkar þegar við komum heim, og hefur hluapið út á síðustu stundu. Það var búið að spenna upp gluggann og þvottahús hurðin skilin eftir opin (svo hefði hann tekið meira en bara tölvuna… það var margt verðmætt inní herberginu þar sem tölvan var) Svo var tölvan rifin úr sambandi með svo miklu afli að snúrurnar voru hálfónýtar…
Það var líka líklega fylgst með húsinu okkar í nokkurn tíma, þar sem það var brotist inn á meðan við fórum út í búðir og tókum hundinn okkar með… og fleira…

Það komu 2 venjulegar löggur og 2 rannsóknarlöggur sem tóku fingra-og skóför… (það var samt gaman :þ)

En það er alveg ólýsanlega ógeðsleg tilfinning að vita af því að einhver (líklega dópisti sem ætlar að selja fenginn) er búinn að vera að róta í dótinu mínu og labba um húsið mitt *hrollur*

En allavegana… passið ykkur…<br><br>
=================================================


Lífið er eins og dauðinn… bara styttra…