Ég hef verið að velta þessu hugtaki fyrir mér undanfarið og því meira sem ég hugsa um það, því meira finnst mér þetta hugtak vera misnotað hrikalega mikið.
Mér finnst að mannréttindi og mannþægindi eigi ekki að blandast saman og fyrir mér eru einu virkilegu mannréttindin sem fólk getur heimtað eru í fyrsta lagi að fá að lifa, þ.e. einfaldlega að vera á lífi, ekkert meira, engin lágmarks lífsgæði. Og í öðru lagi að verða ekki fyrir líkamlegum skaða frá öðru fólki. Við getum ekki stjórnað gjörðum annarra dýra og því getur það varla verið mannréttindi að vera ekki étinn af öðrum dýrum líkt og önnur dýr. Þá er það svo persónulegt hvað veldur andlegum skaða fyrir fólk og finnst mér að með því að kalla það mannréttindi að verða ekki fyrir andlegum skaða sé verið að ofvernda fólk. Það er vissulega viðurstyggilegt að fólk skuli verða fyrir slíku ofbeldi, en margt af því sem við erum að lenda í sem flokkast undir andlegan skaða er í raun ekki annað en óþægindi sem við þurfum að þola til þess að læra og þroskast sem manneskjur, en mér finnst eins og það sé ekki svo vinsælt þessa dagana að þroskast. Annað en þessi tvö atriði eru einfaldlega þægindi.
Réttindi manna eru einfaldlega að lifa og verða ekki að óþörfu fyrir líkamlegum skaða sem minkar möguleika fólks til að lifa. “Það sem drepur þig ekki styrkir þig” eru orð að sönnu, en það virðist vera að fólk hafi gleymt því. Ég veit að mörgum á eftir að finnast þessar hugsanir mínar vera óvenjulegar, ósangjarnar, og eflaust óskiljanlegar. En þessi ofverndunarstefna sem hefur verið að aukast svo mikið undanfarin ár er að gera fólk ósjálfbjarga, frekt, vitlaust og vanþakklátt. Það hlýtur að vera verra þegar lengra er litið en að passa upp á þægindi fólks.
They call me free, but I call me a fool.