Nú hafa þessar athyglissjúku fundið enn eina ástæðuna til sjálfsvorkunnar.

Samfélagið, í sinni eilífu aumingjadýrkun ákveður að vera sammála í einu og öllu.

Nú er svo komið að feministar hafa komið því í gegn í vitund almenning (sem undirritaður er reyndar að mörgu sammála, en svo fyrir útlit greinarinnar er skemmtilegt að hafa þetta svona) að þeim ber að vorkenna í einu og öllu.

En eitt vígi hefur staðið ósigrað, og það er sú staðreynd að karlmenn eru lamdir, en konur ekki (eða svo gott sem ekki). Við verðum fyrir andlegu ofbeldi ef við stöndum okkur ekki sem fyrivinnur (eða tilvonandi slíkir), ef við sýnum ekki af okkur hreisti og almenna karlmennsku. En fyrst og frems, við verðum fyrir grófu líkamlegu ofbeldi, og það í marg marg marg falt meiri mæli en kvk.

Þeir dómar sem ofbeldisbrotafólk hljóta, eru hlæilegir, sem dæmi má þar nefna dóm einn sem birtur var í morgunblaði dagsins í dag, þar sem maður var dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi (sem fellur niður ef hann heldur skilorð í 3 ár) fyrir að hafa lamið annan með bjórflösku svo 6 cm langur skurður hlaust af.

Þetta er jafn langur dómur og maðurinn sem meiddi konuna sína(í dómnum sem allt er um koll að keyra vegna).

Munurinn er tvíþættur.
a) konan hlaut enga áverka af (ef undanskilder eru marblettir á hálsi). Strákurinn hlaut 6 cm langan skurð, á hausnum, þar sem m.a. þurfti að sauma (varanlegur útlitsskaði)

b) konan fék miskabætur, ekki strákurinn.

c) Í dómi stráksins var það talið til refsilækkunar (hefði fengið VÆGARI dóm ef allt annað væri eins) vegna lítils barns sem þurfti að horfa upp á atburðinn. Í máli konunnar var það talið til refsiLÆKKUNAR, að hún hafi átt það skilið (ég þykist vita það að ef strákurinn hefði átt sínar barsmíðar skildar hefði eflaust enginn dómur hlotist).

d) Maðurinn sem lagði hönd á grey grey konuna þurfti að sitja inni 45 daga í gæsluvarðhaldi (ekki skemmtilegt það), strákurinn þurfti ekki að sitja inni, nema rétt á meðan yfirheyrslum stóð.

Loks vil ég bæta við að um 65% stráka í 10 bekk, hafa verið beittir líkamlegu ofbeldi, miðað við 15 prósent kvenna (kvenna í heild ekki í 10 bekk).