Ástandið í Írak hefur sjaldan verið eins slæmt og nú, ástandið var vissulega mjög slæmt þegar Saddam var við völd en nú er þetta sannkallað helvíti.
Ég get ekki sagt að írak hafi haft skemmtileg kynni af Bush feðgunum. Þegar Bush eldri var forsetinn þá var ástandið ekki sem bezt, borgarastyrjöld og bylting var möguleg og Bush eldri hvatti borgara Íraks til að gera uppreisn gegn okurvaldi Saddams og sagðist munu hjálpa þeim gegn Saddam. Byltingin var auðvitað brotin niður með enn fleiri þjóðarmorðum og viðbjóði..

Þó að Saddam hafi verið hrikalegur og myrt þúsundir manna á stjórnartíma sínum þá hafa bandaríkjamenn ENGAN, alls engan rétt til að riðjast inn í landið og halda því fram að heimurinn yrði öruggari án Saddams.

Bna hafði engan rétt á því að taka yfir landið því að það er algjörlega óréttanlegt að gjalda morði með enn öðru morði.
Reyndar skil ég ekki afhverju Bush ákvað að ráðast inn í landið.

Var það til að ná olíunni, var það vegna hatus hans og föður hans á Saddam, var það til að gera pabba sinn stoltann?
Það hefur ekkert komið í ljós hvort að bna hafi verið að flytja út olíu í tonnatali frá Írak.

Reyndar man ég ekki eftir neinum góðum hlutum sem Bush hefur gert síðustu 3 árin.

Ég er algjörlega á móti öllum stríðum, finnst þau ekki hafa neinn tilgang, finnst þau ekki laga neitt í samfélaginu og þar að auki bæta þau ofan á þjáningar milljónir manna…

Takk fyrir mig =)

Kv. dandri