Jæja jæja…

Það er alltaf það sama með munka og paladina. Þeir byrja fátækir og eiga helst að vera þannig skv því sem sagt er í reglubókum. Að vísu eiga þeir ekki að hafa neitt á móti hlutum sem auka afkastagetu þeirra líkamlega sem og í baráttu paladina gegn illu. En til þess þarf oftast peninga, ekki satt?

Þegar grúppa af ævintýraköppum er nýbúin að slátra djöflum og er að jafna sig eftir hasarinn, fer rogueinn oftast að loota með fighterunum ásamt galdrakörlunum. Peningar og töfrahlutir flæða fram sem vatn en eftir standa munkarnir (á meðan Paladin fer að leita að items “í þágu guðsins” eða eitthvað svoleiðis) aleinir og yfirgefnir. Því að hann sækist ekki eftir veraldlegum gæðum… eða svo er búist við.

Jújú, munkurinn fær sína hluti eftir því sem hann verður öflugari, það að geta til dæmis vaðið í gegnum eitur og viðbjóð án þess að hafa áhyggjur er ekki smá “neat” en hvað er það miðað við það sem hinir klassarnir fá? Fleiri galdrar og feat og neat stuff. Það er jafnvægi þar á milli.

En við komum aftur að því að munkurinn sækist ekki eftir peningum (jafnvel illir oftast). Hvað með paladin? Ætti hann að sækjast eftir gulli og gersemum fyrir það að gera “heilaga” skyldu sína? Mér finnst ekki allavega. Hvar má draga strikið? Hvar eru munkar og Paladinar að taka til sín auð til að styrkja félagann og samfélagið og hvar eru þeir að gera það útaf græðgi, hluts sem ætti ekki að vera til hjá þeim félögunum. Er þetta í raun hlutur sem að kýlir Monk og Paladin úr jafnvægi við hina klassana? Eða er búist við að Dmar verðlauni þetta á einhvern hátt? Ég veit ekki… ég er búinn.

Þetta eru mínar pælingar, gerið það sem þið viljið með þær, ég hef talað…
EvE Online: Karon Wodens