Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Karkazz
Karkazz Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
928 stig
EvE Online: Karon Wodens

Tollur á leikjatölvu (3 álit)

í Leikjatölvur fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Sælir. Getur einhver bent mér á hvernig innflutt leikatölva er tolluð? Er það eins og önnur raftæki? 10% og svo 24,5% vaskur ofan á það?

Til sölu; Hellsing manga og Battle Royale Manga (10 álit)

í Anime og manga fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Halló. Er að selja fyrstu 5 bækurnar af Battle Royale manga og fyrstu 4 af Hellsing. Held að 500kall væri ágætt. 400 ef þú vilt allar. Endilega sendið skilaboð. Nexus getur skaffað restina ;)

Hversu langt til Ásgarðs? Partur 1 (4 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
“Hversu langt til Ásgarðs?”, spurði ég vegvísandann; ungan pilt, renglulegan að mestu leiti sem virtist ekki þekkja til muns á rýting eða hnífs. Hann var klæddur eins og ég hafði gert ráð fyrir; unnið leður mikið og ekki svo skrautbúinn að efast mætti um uppruna hans. Þó varð ég að játa að gæði fatnaðar hans voru meiri en mig hafði órað fyrir og því komst ég ekki hjá því að velta því fyrir mér, hvað þessum manni þætti um mína eigin larfa, unna úr bómull, gerðir gráir og samansettir í vélum....

Hunter: The Vigil (5 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Jæja. White wolf hefur nú gefið út enn eitt undirkerfið fyrir spunaspilsheim sinn; World of Darkness. Í þetta skiptið er ekki að ræða um að spilendur taki að sér hlutverk ófreskju eða töfraveru, sem hefur aragrúa af yfirnáttúrulegum og ógnvekjandi hæfileikum sér til aðstoðar og bóta. Í þetta skiptið eru það við; mennirnir sem erum grandskoðaðir í tilraun okkar til að halda ljósinu logandi í myrkraveröld. Veiðimenn (Hunters) hafa verið til í aldanna rás. Þetta eru þeir sem sáu of mikið af því...

Muse: The Atmosphere (6 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 11 mánuðum
“Rétt andrúmsloft fyrir rétta stund” er viðmið sem að margir spunameistarar nýta sér til að ná fram sem bestu reynslu fyrir sig og spilendur sína. Að móta rétt andrúmsloft getur verið flókið og margþætt, eftir því hvað hver um sig telur vera mikilvægt hverju sinni. Hér er að mestu verið að tala um hluti eins og umhverfið sem spilunin á sér stað í og skap spilendanna. Þessa tvo hluti getur verið afskaplega erfitt að stjórna stundum. Nema þú sért með voðalegar breytingar heima hjá þér (eða...

Ventrue: Lords over the Damned (2 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Ventrue kvíslin í Vampire: The Requiem er ein af fimm kvíslum ólíkra vampíra, hver frábrugðin annari. Hver kvísl hefur haft frekar óljósa fortíð hingað til hvað varðar uppruna sinn og fínni félagslega þætti, sökum þess að meining White Wolf, skapenda World of Darkness, var að spilendur og spunameistarar skyldu fylla í eyðurnar. Hinsvegar hafa þeir hægt og rólega gefið hugmyndir og vísbendingar spilenda til notkunar og þarmeð hægt og rólega afhjúpað leyndardóma nWoD eins og þeir sjálfir...

Changeling: The Lost, álit/spurning um húsreglu. (7 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Sæl. Ef þið hafið spilað Changeling: The Lost þá kannist þið örugglega við það að greyið spilendurnir eru einskonar flóttamenn frá djöfullegri tilvist í töfraheimi þar sem martraðir voru fallegar og meistarar þeirra voru grimmir og ómeðfinnandi. Í bókunum er talað um að margir Umskiptingar séu frekar sérvitrir í hegðun sinni, og kannski skiljanlega miðað við þann hrylling sem þau þurftu að þola, en þess vegna var ég að velta dálitlu fyrir mér nefnilega. Væri það ósniðugt að fara fram á að...

Hvaða nWoD kerfi aðhyllist þú mest? (0 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 1 mánuði

Changeling - The Lost (6 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 1 mánuði
Nafn: Changeling – The Lost Tegund kerfis: Nútíma hryllingur Tengingasett: d10 Útgefandi: White Wolf/CCP North America Útgáfuár: 2007 (Águst) Changeling kerfið er fimmta áleggið á það brauð sem er World of Darkness. Hingað til er búið að veita okkur aðgang að hinum klassísku “hryllingsskrímslum” vampírum og varúlfum auk þess að opna fyrir okkur óhefðbundnari yfirnáttúrulegar verur eins og galdrakalla og verur knúnar heilögum eldi. En til eru skrímsli sem að hafa lengi hrakið mannkynið,...

Promethean - The Created (9 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 1 mánuði
Nafn: Promethean – The Created Tegund kerfis: Nútíma hryllingur/Sálarskoðun Tengingasett: d10 Útgefandi: White Wolf/CCP North America Útgáfuár: 2006 (11. Águst) Promethean – The Created er fyrsta “smákerfi” White Wolf sem að byggir á nWoD reglnasettinu. Hingað til hafa spilendur kerfanna getað spilað sem endurholdgun fyrri kerfa, sem skrímslin Vampíra og Varúlfur auk hinna ógnvekjandi Galdrakalla. En í fyrri heim White Wolf var ekkert kerfi sem að líkist Promethean. Í kerfinu taka spilendur...

Mage: The Awakening (11 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Nafn: Mage – The Awakening Tegund kerfis: Nútíma hryllingur/samtíma fantasía Tengingasett: d10 Útgefandi: White Wolf/CCP North America Útgáfuár: 2005 (Águst) Mage – The Awakening er arftaki fyrri heims White Wolf þar sem að spilendur brugðu sér í hlutverk öflugra galdrakalla. Að vera galdrakall samgilti ekki beint því að vera einskonar “Merlín”, veifandi sprotum og notandi jurtir eða óskiljanlegar töfraþulur til að koma fram vilja sínum, heldur var meira verið að ítreka hvernig trú á...

Werewolf: The Forsaken (15 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Nafn: Werewolf: The Forsaken Tegund Kerfis: Nútíma hryllingur Teningasett: D10 Útgefandi: White Wolf/CCP North America Útgáfuár: 2005 (14. Mars) Werewolf: The Forsaken kemur inn sem eins konar arftaki fyrri spunakerfis White Wolf sem að fjallaði um afdrif Varúlfa í heimi okkar manna. Það kerfi hét Werewolf: The Apocalypse og í grófum dráttum lýsti það sér sem grimmum/gothic heimi fullum af tönnum, klóm og skrítnum varúlfagöldrum. Varúlfarnir í gamla kerfinu fylgdu mörgum af þeim...

Ferret? (4 álit)

í Gæludýr fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Komið sæl! Ég er að velta fyrir mér nokkrum hlutum varðandi það dýr sem að á ensku kallast “Ferret”. Skv orðabók kallast þetta dýr “Fretta” á íslensku, en nú virðast margir einfaldlega kalla þetta mink, mörð eða “væskil”. Því þætti mér gaman að vita hvað þetta dýr heitir í raun og veru. Eftir að hafa lesið aðeins um dýrið (á ensku) komst ég að því að þetta eru hin ljúfustu dýr, oftast nær kelin og svipar mikið til hegðunar katta, þó aðeins “orkumeiri” stuttan hluta dags. Þeim fylgja víst...

Armageddon - World of Darkness saga. (10 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Nú bað Armageddon mig um að koma með dæmi af ævintýri sem ég hafði spilað í WoD. Nei, ævintýrið heitir ekki armageddon ;P. Ég ætla að fara grunnt í ævintýrið/söguna og segja hvað mér fannst heppnast og hvað fór úrskeiðis. Ævintýrið var enganveginn fullkomið, en þó skemmtilegt að mínu mati. Allavega, ævintýrið hét Ghost. Spilendur voru sirka 5 talsins. Lögreglumaður á eftirlaunum sem hafði misst konuna sína sökum geðveikis, hann hafði séð allt það versta af götunum… ómannlega hluti. Sonur...

Vampire: The Requiem (31 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Nafn: Vampire – The Requiem Tegund kerfis: Nútíma hryllingur Tengingasett: d10 Útgefandi: White Wolf/CCP North America Útgáfuár: 2004 (Águst, sama tíma og grunnkerfið) Með tortímingu gamla WoD og upprisu hans sem nWoD kom ný útgáfa af heimi vampíra. The Requiem eða Aftansöngurinn er orð sem lýsir hvernig vampírur skilgreina það líf sem nú stendur fyrir þeim. Það líf er dauft og sorglegt og undirstrikar þann harm að hafa glatað mennsku lífi sínu. Kerfið notar heilmikið af molum úr gamla WoD,...

World of Darkness: Umfjöllun (35 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Nafn: World of Darkness Tegund kerfis: Nútíma hryllingur Tengingasett: d10 Útgefandi: White Wolf/CCP North America Útgáfuár: 2004 (21 Ágúst) Yfirlit: Árið 2004 ákváðu white-wolf að nokkurn veginn endurræsa spilaheim sinn (World of Darkness) og gáfu út nýja reglnabók með þá áætlun að gefa út undir-kerfi á hverju ári sem fylgdi. Öll þessi undirkerfi skyldu stöðluð á aðalreglnabókinni, sem notar menn (humans) sem grunnveru eða prófil undir hvað sem menn ætla að spila. Ástæðan fyrir tortímingu...

Eðlan - Byrjun á smásögu. (2 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hæ hæ. Þetta hér er einskonar prufa á smásögu sem ég er að skrifa um þessar mundir. Sagan fjallar um mann sem öðlast frelsi eftir áralanga prísund hjá vél sem að ber ábyrgð á dauða nær alls mannkynsins. Sagan er mjög mikið byggð á svipuðu verki; “I have no mouth and I must scream” eftir Harlan Ellison minnir mig. —————————————– Maður vissi aldrei hversu langt maður gat hlaupið, hversu lengi maður entist þar til að það fann mann aftur. Því tókst það alltaf… þegar vonin hafði kviknað, að í...

Guðinn Fritti (3 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Annar guð hérna hjá mér… Guðinn Fritti er annar af hinum átta núverandi frumefnaguðum í heiminum Rift. Eftir að systir hans, Bre'ka, var mótuð af ljósi og myrkri varð ljóst að eitthvað andstætt þurfti til að jafna út massann sem til varð. Til varð Fritti, sem var guð lofta og rúms. Þegar friður var á enda hjá guðunum átta og þeir háðu stríð sitt, var Fritti á allra manna hliðum. Einn dag barðist hann á móti endurholdgaðri móður sinni, Xul og þann næsta kom hann henni til liðs með því að hrjá...

Guðinn Myrki (4 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Halló, smá lýsing um einn af þeim guðum sem ég hef í þeim heimi sem ég er að hanna/þróa/leika mér með. Guðinn Myrki (amm, þetta er nafnið hans í bili) er einn af átta frumguðunum. Fjórir falla til frumefnaguða og hinir til sálarguða. Myrki fellur í seinni kategoríuna. Guðinn Myrki, þrátt fyrir að vera einn af þeim átta frumguðum sem til eru í dag er í rauninni mun eldri guð, einn af þeim fyrstu tveimur sem til voru, guðir ljóss og myrkurs. Eftir að ljós og myrkur gátu af sér átta börn...

Andasærir... (0 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Sælir. Hér er áframhald af galdrakuklinu mínu. Þetta er aðeins öðruvísi en ég hef haft það hingað til. Nú er ekki sögukennsla, heldur frásögn vörðs nokkurs sem lenti í hremmingum. —————————– Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Ég vörður í vörslu hennar hátign, vel þjálfaður, agaður og hliðhollur. Ég tek prýði af því að sinna verki mínu, að gæta hliðs þess er leiðir til hallarinnar. En þetta eina kvöld var þjálfun minni ýtt til hliðar eins og hún hefði aldrei verið þarna. Mig langar til þess að...

Seiðkarlar (3 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Nei, hér á ég ekki við hinn klassíska sorcerer úr DnD, heldur annað stykki af “galdrafólki” úr heimi nokkrum sem ég er að hanna. Eins og ég skrifaði um vefarana hér um daginn ætla ég nú að rita smá um seiðkarla frá sjónarhorni ferðamanns. ——————— Seiðkarlar. Þeir eru drifkraftur þeirra ættbálka sem dvelja í suðri. Meistarar bölvanna og þeir sem ginna til sín djöfla og ára úr eldinum sem þeir senda svo til að fremja ódæðisverk sín á þeim sem minna mega sín. Þetta er allt lygi og uppspuni, það...

Vefarar (9 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Enn á sama máli. Ætla mér nú að skrifa um grein af göldrum sem er iðkuð í þeim heimi sem ég minnist á í “Poroklen” að neðan. Í útlegð á eyju langt til norð-austurs býr ættbálkur nokkur. Þeir eru afkomendur þeirra sem eitt sinn voru nefndir vefarar, því að ekki nokkur maður gat hugsað sér að spinna flík sem var gæðameiri en það sem vefari gat búið til. Útlegð þeirra var sökum galdrakukls. Margir vefarar fóru að binda yfirnáttúrulega krafta í vefnað sinn og það þótti mönnum sem ekki gátu svo...

Poroklen (22 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Smá tilraun til lýsingar á kynþætti í heimi sem ég er að fitla við. Grunnhugmyndin er tröllvaxinn ofur-orki, sem ber mikla virðingu fyrir krafti. Við teljum að heimurinn sé í höndum okkar. Allt sem vert er að sjá er kannað, það eru engin fleiri lönd til að sjá, engar eyjur eða höf, né fjöll og skógar. Heimsveldi mannsins hefur risið og við höfum byggt borgir, miklar borgir sem þekja öll lönd. Við stöndum ekki í sameiningu, heldur berjumst við innvortis í sífellu. Maður á móti manni, trú...

Skilningsvitin fimm (6 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Margir leikjastjórnendur gleyma að við skynjum heiminn ekki bara með augunum og eyrum. Við höfum í heildina 5 skilningsvit (sumir 6) sem að bæta dýpt í þann veruleika sem við upplifum. Eftirfarandi er stutt, endurskrifuð sena sem einn af spilendum mínum upplifði fyrir stuttu, þar sem ég reyndi að nota sem flest af þessum skilningsvitum. Hann dróg sig frá bardaganum. Hann var kannski stór maður, seigur… þrjóskur, sem þurfti mikið til þess að láta granda sér, en hann var nú samt bara mennskur....

Hrapföll og hlátur... (23 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Kannski maður deili smá smásögu með ykkur. Titillinn í rauninni segir það allt. Þetta er frásögn þess þegar einn af spilendum mínum lenti í grátlegum atburðum og hvernig við hlógum okkur til hels eftir á. Atburðirnir tóku sér stað í nWoD. Spilendurnir tveir voru málaliðar sem unnu fyrir samsteypu undir nafninu “Fraternity of Evolution.” Sú samstepya vinnur við að útrýma öllu því yfirnáttúrulega sem til er í heiminum, til að tryggja þróun mannkynsins. Ef til vill er það skondnasta við þær...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok