Það er verið að sýna nýju Star Trek myndina í Nýja-bió á Akureyri.
Ég náttúrulega skellti mér á hana enda er ág mikill Star trek aðdáandi. Myndin var allt í lagi, þetta var sama gamla lumman.

Kapteinn Jean-Luc (Patrick Stewart) og áhöfn Enterprise l mæta hér næstum ofjarl sínum. Þegar Enterprise áhöfnin er send til friðarráðstefnu til að semja við Romulansþjóðina gerast skuggalegir atburðir sem verða þess valdandi að jörðin er í mikilli hættu.

Myndin er gríðarlega hasarhlaðin, spennandi og í fyrsta skipti í sögu Star Trek að þá er að finna djarfar senur í myndinni.Að mínu mati náttúrulega.

Handrit myndarinnar er skrifað af John Logan sem skrifaði “Gladiator” handritið. Leikstjóri myndarinnar er Stuart Baird sem leikstýrði myndunum, “Executive Decision” og “US Marshals”.Held ég er ekki alveg viss.

Leikarar eru traustir sem fyrr, þ.e. Shakespeareleikarinn, Patrick Stewart (“X-Men”, “Conspiracy Theory”), Jonathan Frakes sem er þessa stundina að leikstýra “Thunderbirds”, Ron Perlman (“Blade 2”, “Alien Resurrection”) og Tom Hardy (“Blackhawk Down”) en hann leikur illmennið Shinzon í Nemesis
“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir”