Örugglega allir sem hafa áhuga á Star Wars eru sammála um að Darth Maul sé ein flottasta persónan í Star Wars heiminum og nú er búið að gefa út bók með hann sem aðalpersónu. Bókin heitir Darth Maul: Shadow Hunter og er hún skrifuð af Michael Reeves.

Bókin gerist nokkrum dögum á undan episode 1 og er þannig hálfgert prequel að þeirri sögu. Hún segir frá því þegar einn af nemodian Trade Federation yfirmönnunum, Hath Monchar hverfur rétt áður enn Darth Sidious nær að hrinda í framkvæmd ætlunarverkinu sínu (sem er sýnt frá í episode 1) Þegar hann kemst að þessu grunar hann að Hath Monchar hafi horfið og ætlað að selja upplýsingarar um að Trade Federationið ætli að setja svona blockade á plánetuna Naboo og græða smá pening. Sidious sendir þá Darth Maul til að athuga málið og drepa Monchar og alla sem hann hefur kjaftað í. Inn í það fléttast Lorn Pavan og vélmennið hans I-Five sem ætla að kaupa upplýsingarar af honum, Jedi Padawaninn Darsha Assant sem er á missioni fyrir Jedi Councelið og bounty hunterinn Mahwi Lihnn sem er að reyna að finna Monchar fyrir Trade Federation yfirmennina Nute Gunray og Rune Haako. Síðan fléttast þessar sögur saman á snilldar hátt.

Bók þessi er mjög góð og auðveld í lestri og er hún mjög hröð og vel sagt frá bardögunum í henni. Sagt er vel frá Darth Maul í henni og smá frá uppruna hans og Sith þjálfun og samband hans við Darth Sidious. Mæli með henni fyrir alla Star Wars aðdáendur og alla sem vilja aðeins fá að vita meira um það sem gerðist í kringum Episode 1.