Ég man eftir þegar allar sögusagnir um hvaða leikarar ættu að vera í næstu Star Wars mynd og voru þá leikarar eins og Leonardo diCaprio, Christopher Walken og Gabriel Byrne nefndir.
OK, Leonardo fékk ekki hlutverkið og á IMDB í Attack of the Clones koma hvorki Byrne né Walken fram. Ég var að lesa tímaritið FHM (held ég) þar sem er tekið viðtal við Lucas. Hann er maðal annars að tala um útgáfu gömlu Star Wars á DVD en það gengur bara ekki nógu vel að finna efni á diskana.
Á síðunni er svona rumor dálkur sem stendur í að Walken leikur vondan (en ekki hvað) Jedi sem heitir Darth eitthvað og Byrne leikur góðan. Getur einhver sagt mér hvort það er eitthvað til í þessu. Walken er náttúrlega svalasti leikari í heimi þannig það myndi vera frábært að hafa hann.
Ef einhver ætlar að fara að vitna í nýju Star Wars trailerana sem komu út fyrir langalöngu með þeim Walken og Byrne þá eru þeir bara samansettir úr mörgum myndum eins og Titanic, Braveheart, Elizabeth, Sleepy Hollow og Trainspotting svo að eitthvað sé nefnt. Ef þið viljið þá getið þið nálgast þá á www.theforce.net
En getur einhver sagt mér hvort þessir tveir leikarar eiga efir að leika í myndunum.