Eftir að hafa horfa á allt StarTrek, StarGate, og þessa vinsælu scifi sjónvarpsþætti þá fór ég að reyna þefa upp þætti sem ég hafði ekki heyrt um. Góð byrjun var TV.com, en það er yfirlit yfir nánast alla sjónvarpsþætti sem hafa verið framleiddir… og stjörnugjöf fylgir með.

En ég ætla fyrst og fremst að fjalla um sjónvarpsþætti sem lifðu ekki lengur en eitt season, en hefðu í raun átt að fá að halda áfram.

Þessir þættir eru:

- Space, Above and Beyond
- Odyssey 5
- Threshold
- FireFly




SPACE - ABOVE AND BEYOND

Þessir þættir voru doldið lengi að venjast, tæknibrellurnar og *fílingurinn* var einsog þessir þættir voru framleiddir í kringum 1985…en í raun eru þeir frá 1995.

Sögusviðið er árið 2063, geimverur gera árás á nýlendu jarðarbúa á annarri plánetu og mannfólkið allt drepið. Allsherjarstríð brýst út í geimnum, og á öðrum plánetum.
Aðalkarakterarnir eru 5 manna hópur geimhermanna, eða “Wild-Cards” einsog hópurinn kallar sig. Þættirnir fjalla um baráttu þessa hóps við geimverurnar og sjálft sig.

Ég var nokkurn tíma að venjast þessum þáttum, um 5 þætti svo ég fílaði þá mjög vel. Þeir byrja doldið brösulega, en þróast út í meiriháttar epískt geimstríð sem ég hef ekki séð síðan ST:DS9.



ODYSSEY 5

Þættirnir eru framleiddir árið 2002. Þeir fjalla um geimáhöfnina um borð í geimskutlunni Odyssey (systkini Discovery, Enterprise, Endoveur). Þegar áhöfnin er í geimnum að lagfæra gervihnött þá springur jörðin og Odyssey skýst út í geiminn. Ókunnugt geimskip bjargar þeim og það/þeir sem stjórna geimskipinu ákveða að senda þau 5 ár aftur í tímann til að finna út hvað gerðist og bjarga jörðinni.

Upphefst þá æsispennandi og skemmtilegt kapphlaup við tímann, barátta við vondar geimverur til eru að gera tilraunir á jörðinni og gervigreindarverur “synthetics” sem eru að taka yfir jörðina.

Einnig er farið út í ýmsar pælingar varðandi tímastökk, og fjallað er um þegar aðalkarakterarnir reyna að komast framhjá ýmsu sem gerðist í þeirra lífi.

Virkilega skemmtilegir þættir.



THRESHOLD

Þessir þættir eru í gangi á Skjá Einum núna, en fæstir vita að það er búið að hætta við framleiðsluna á þeim, þannig að þeir ná ekki einu sinni heilu seasoni… aðeins 13 þættir voru framleiddir, sem ég veit um.
Maður vandist þessum þáttum ágætlega, og hefði viljað sjá fleiri.

Þeir fjalla um “Threshold” áætlunina sem fjallar um hvað-ef-geimverur-lenda-á-jörðinni. Það gerist í þessum þáttum, eða réttara sagt, geimskip eða hlutur frá annarri vídd kemur til jarðarinnar, og staðnæmist við fiskitogara. Áhöfnin verður forvitin, en svo sendir geimskipið frá sér eitthvert merki, eða hljóð, sem veldur því að mennirnir stökkbreytast. Tilgangur þeirra sem stökkbreytast/smitast er að smita aðra.

Threshold hópurinn samanstendur færustu sérfræðingum bandaríkjanna á sínu sviði… og tilgangur hópsins er að berjast við ógnina sem þessar geimverustökkbreytingar eru.

Stundum hefur mér fundist söguþráðurinn vera aðeins of skrýtinn, B-mynda legur, en það gæti verið útaf því að Brannon Braga er executive producer.

Samt, þess virði að horfa á.



FIRE FLY

Þeir voru framleiddir 2002, en margir hafa e.t.v. séð myndina Serenity sem var í bíó fyrir örfáum mánuðum síðan. Hún var beint framhald af þáttunum. Það telst vera doldið skrýtið að framleidd sé kvikmynd fyrir þætti sem náðu ekki lengra en season 1, en málið er að þættirnir urðu geysivinsælir á DVD eftir að ákveðið var að hætta með þá. Þá var ákveðið að búa til mynd sem klárar söguna, sem ég mæli líka með.

Það þarf varla að kynna þessa þætti. Þeir eiga sér stað 500 ár í framtíðinni, og fjalla um áhöfn geimskipsins Serenity (af tegundinni Firefly). Þetta eru það sem má kalla kúreka geimsins, en myndin hefur þennan kúrekalegan blæ. Þorpin í myndinni minna á villta vestrið, umhverfið, byssurnar o.fl.

Virkilega góður húmor og skemmtilegir þættir sem minntu mig á ævintýri Han Solo og Luke Skywalker.



Endilega kíkið á þessa þætti.