Þá er Enterprise lokið og þó að margir vilji segja að þetta sé aðeins hlé, gefa Trek færi á að anda, þá er sá möguleiki fyrir hendi að Star Trek sé lokið og ellefta myndin sem er víst í vinnslu verður annaðhvort seinasti naglinn í kistunni eða seinasta lífvonin.
Majel Barrett Roddenberry, forsetafrú Star Trek, sagði á ráðstefnu nú fyrir stuttu að hennar Star Trek væri lokið og kæmi aldrei aftur en neitaði hvorki né játaði að Trek væri lokið fyrir fullt og allt. Þið getið rétt ímyndað ykkur viðbrögðin ef hún myndi segja að Trek væri lokið.
Rick Berman(erkifífl) sagði að ástæðan fyrir ótímabærum enda Enterprise væri vegna þreytu í vörumerkinu(franchise fatigue). Það er ekki rétt að mínu mati, ástæðan er þreyta í ímyndunarafli og sköpunargáfu Rick Berman og Brannon Braga (creative exhaustion of idiots, væri rétta orðið). Manny Coto, maðurinn á bakvið Odyssey 5, var fenginn til að koma í Trek heiminn eftir aðra seríu af Enterprise og serían tók aðra stefnu og náði að friðþægja Trekkara sem höfðu rifist og gargað frá fyrsta þætti og ákváðu að gefa Enterprise aldrei tækifæri fyrr en Paramount byrjaði að tala um að hætta framleiðslu, þá allt í einu elskuðu þeir Enterprise. Þriðja og fjórða serían af Enterprise er hrein snilld í heildina, önnur og fyrsta voru góðar, en ekki nógu góðar. Þær voru klassískar Trek seríur með “silly alien of the week” þáttum sem margir voru góðir en aðrir vondir.
Að mínu mati er ástæðan fyrir enda Enterprise tvenns konar, eins og fyrr segir erkifíflin Braga og Berman og síðan erkifíflin Trekkararnir sem gáfu Enterprise aldrei tækifæri á að lifa frá byrjun. Star Trek er vörumerki sem miðlar ekki til margra hópa, ef aðdáendurnir byrja að boycotta þættina þá er ekki séns fyrir það að lifa.
Til þess að Star Trek geti komið aftur þá verður basically að hreinsa húsið, henda út fólki sem er búið með sitt og fá nýtt inn. Braga er þegar farinn (good riddance) og Berman verður líka að fara. JMS myndu margir kannski segja að væri sniðugur kostur fyrir Star Trek en það er ekki rétt, JMS er hrokagikkur. Bara vegna þess að B5 náði takmarki sínu og lifði í fimm ár var Warner Bros með þá hugmynd að hætta framleiðslu frá 3 seríu og hreint kraftaverk að fimmta serían af B5 kom út. (Ég elska samt B5)