Vúlkanar, að eigin sögn hafa margbrotna menningu sem erfitt er að gera sér grein fyrir. Ég ætla þó að reyna að gera grein fyrir henni svo að þið einföldu Menn, getið mögulega skilið þá, við fyrstu kynni eftir 50 ár ;)

Eins og ég minntist á í fyrstu grein minni eru undirstöðuatriði Vúlkanskrar menningar rökvísi og tillfinningabælni. Því miður er lítið hægt að kafa í þau rosalegu menningarlegu umbrot sem virðast gerast milli Enterprise og Star Trek (TOS). [Pælingar í seinustu grein].

Við skulum líta fyrst á þessa tvo helstu þætti “hinnar margbrotnu menningar”. Trúarbrögð flestra Vúlkana eru frekar lík Búddisma en öðrum trúarbrögðum, vegna þess að þar er enga guði að finna. Þau nefnast á Vúlkönsku tal shanar, og fylgja henni ýmsar tegundir hugleiðslu sem stunda þarf á hverjum degi til að halda villtum tilfinningunum frá. Eftir umbrotin felast þær í einbeitingu og hugarorku sem leyfir manni að sjá t.d. inn í loga, skoða sameindirnar. Hugleiðslulamparnir eru yfirleitt skreyttir Vúlkönskum táknum og mynstrum og úr kopar.

Eftir umbrotin voru börn sem ákveðið var að ættu að giftast hugtjóðruð (gott orð?), en áður bara valin saman. Þegar að giftingarbeiðnin kemur þurfa hjónin að vera saman í sjö ár, upplifa Pon Farr, og þá fyrst er leyfilegt að skiljast að um tíma. Ef annar hvor aðilinn neitaði var það mikil móðgun fyrir hina fjölskylduna. Eftir umskiptin réði konan þessu þó, og gat farið fram á kal-i-fi um hvort þau giftust yfirleitt. Sjöunda hvert ár ganga vúlkanar í gegnum Pon Farr, algera tilfinningasprengju, þar sem að mökunarþörfin verður mjög mikil, verða að makast eða deyja ella. Missir tilfinningastjórnar á sér líka stað þegar að sumir einstaklingar fá Bendii heilkennið. Það er mjög sjaldgæft og hefur bara áhrif eftir 200 ára aldur. Sarek var fyrsta tilfellið í margar aldir.

Löng ævi Vúlkana hefur minni áhrif á þá en búast mætti við. Vegna rökréttrar hugsunar telja þeir óþarft að víkja út af leið til að “skoða” hluti, og hafa sjaldan mikinn áhuga á könnun, þó að ávallt séu til gaukar í hreiðrinu.

Vúlkanar snerta ekki mat með höndum og éta ekki dýr. Yfirleitt borða þeir líka frekar bragðdaufan mat (til að eiga ekki á hættu að sýna tilfinningaleg viðbrögð ;)), og þeirra sterkasti matur er kryddte. Annar þekktur matur er pok tarr, plomeek (plomik með venjulegum rithætti) seyði og ýmsar tegundir tes.

Víkjum þá aftur að rökvísinni. Í Vúlkanskri tungu þýðir orðið Lo'zhirka rökvísi, en bókstaflega vöntun á tilfinningum. Þetta er svolítið sérstakt því það segir manni, að Vúlkanar telji þetta eitt hið sama. Oft segja Vúlkanar: Þið hafi ekki enn tekist við þolinmæði né rökvísi (You have yet to embrace either patiens and logic). Þá eru þeir yfirleitt að benda á of mikinn tilfinningahita. Þar með byggist trúarlíf Vúlkana aðeins á einum þætti. Rökvísi.

Réttlætiskennd hefur svo sem aldrei verið sterkasta hlið Vúlkana, en eitt hafa þeir þó ávallt haft: Virðingu fyrir annara lífi. Það að myrða eiga Vúlkanar erfitt með að sætta sig við og þegar að helgistaðurinn P'Jem var enn við lýði var þar stundum iðkuð frekar óskemmtileg athöfn sem nefnist Fullara. Með henni var minningum um ákveðinn atburð og tilfinningum sem þeim tengdust eytt. Hugblöndun, sem rætt var um síðast, er nánasta athöfn sem Vúlkanar iðka. með henni er tilfinningum deilt, ásamt minningum og með annaðhvort einni langri hugblöndun eða mörgum flyst katra með tímanum á milli. Það að flytja katra aftur til baka nefnist fal-tor-pan og hefur verið framkvæmt einu sinni síðan á frumtímum Vúlkana. Margir Vúlkanar hafna hugmyndinni um katra í mynd sálar og telja það frekar hegðunarmynstur einstaklings.

Mikilvægir Vúlkanar eru oft gerðir að múmíum. Ástæða þessa hefur ávallt verið á huldu. Í helgistaðnum P'Jem voru þær geymdar. Í P'Jem var lokastigið kohlinahr framkvæmt, en eftir að því er náð losna Vúlkanar algerlega undan tilfinningum og tilfinningaböndum. Aldraðar Vúlkanskar konur geta skynjað tilfinningar annara, og hefur þetta ávallt verið svo. Hví þetta var ekki talið slæmt fyrir umskiptin er ekki vitað.

Það er greinilega erfitt að henda reiður á menningu Vúlkana, og hún er margbrotin eins og Oratt sagði í “Stigma” ENT. Hana er líka erftitt að skilja og ég gæti haldið svona áfram í margar blaðsíður, en ég læt þetta nægja. Vúlkanska menningin er jafnvel betur skýrð en sú Klingonska þegar að ég set þetta svona niður á blað. Ég hugsa að ég hætti þessu í bili.
Af mér hrynja viskuperlurnar…