Grand Moff Tarkin Njótiði;)


Grand Moff Tarkin var stjórnandi Veldisins yfir Útlands Svæðunum(Outland Regions), og heilinn á bakvið Helstirnið. Tarkin var tryggur sýn Palpatins Keisara um Nýju Regluna(Veldið).
Hann leit svo á að Helstirnið væri lokavopnið til þess að tryggja Veldinu algjör yfirráð yfir Vetrarbrautinni. Máttur Herstöðvarinnar væri meira en nógur til þess að brjóta á bak aftur Uppreisnina. Til þess að sýna mátt Herstöðvarinnar, eyddi hann plánetunni Alderaan.


Þegar hann var ungur maður var hann einnig maður hugsjónar. Hann fylgdist vel með málum Lýðveldisins á meðan hann sat í herstöð sinni á Útlands Svæðunum. Hann var háttsettur í her Eriadu heimaplánetu hans sem staðsett var á Seswenna svæðinu. Einnig fékk hann nokkrar pólítískar gráður á heimaplánetunni.


Þegar að Palpatine sneri Lýðveldinu í Veldið, var Tarkin falin stjórn á Seswenna svæðinu.
Honum var veitt þessi staða, þrátt fyrir atvikið á plánetunni Ghorman. En þar lenti Tarkin skipi sínu beint á mótmælendur sem mótmæltu of háum sköttum Veldisins. Í staðinn fyrir að vera fangelsaður og fordæmdur fyrir morðið á hundruðum mótmælenda, var hann verðlaunaður fyrir að hafa reynt að verja mótmælendur, þegar að Uppreisnarmenn myrtu þá hrottalega.


Frá byrjun börðust Uppreisnarmennirnir við Veldið á mörgum stöðum á Vetrarbrautinni.
Þeir nýttu sér hvað stjórnendur voru ólíkir á mörgum svæðum á Vetrarbrautinni.
Til að berjast við þessa taktík, kom Tarkin með þá tillögu við Palpatine að aðeins einn stjórnvaldur myndi ráða yfir öllum svæðum - Grand Moff - en þá myndu allar ákvarðanir teknar með mun meiri hraða. Palpatine var mjög ánægður með tillögu Tarkins, og veitti honum titillinn og þar með gríðarlegt vald.


Önnur hugsjón Tarkins var sú að í staðinn fyrir að Veldið myndi eyða milljónum í að hertaka pláneturnar og yfirfæra þær Nýju Regluna, myndi það einfaldlega sýna gríðarlegan mátt, sem myndi fá allar plánetur Vetrarbrautarinnar til Veldisins á óttanum einum og fá allar stjórnir pláneta í Vetrarbrautinni til þess að gleyma sviksamlegum hugsunum. Þannig varð Helstirnið til sem var búið til ásamt Tarkin með vísindamönnum á leynilegri vísindastöð þekkt sem Maw Installation.


Á meðan leyndinni um Maw Installation stóð yfir, tók Tarkin að sér hjákonu. Hún var ung kona sem var yfirmaður í Veldinu og hét hún Daala. Tarkin leit einnig á hana sem lærisvein sinn, og kenndi hann henni undirstöðu atriðin i hertaktík. Henni var falið það verk að vernda Maw Installation.
Enginn sem var háttsettur í Veldinu, fyrir utan Tarkin og Palpatine, vissu af leynilegri vísindastöðinni, og vísindamennirnir sem höfðu aðstoðað Tarkin á stöðinni, voru drepnir um leið og Herstöðin var tilbúin. Þegar að Tarkin dó í bardaganum við Yavin, tók hann leyndarmálið um Maw Installation með sér í gröfina. Konan hans lifði af og reisti honum minnismerki á námuverkaplánetunni Phelarion og stendur minnismerkið þar enn.


Heimildir:

Myndirnar;)
www.starwars.com


Kv. Coolistic