Lucas liggur á miðjum körfuboltavellinum niðri við ánna, og hlustar á iPodinn sinn. Við komumst að því að Dan er núna haldinn einhverju sem kallast The Phoenix Effect, sem er algengt hjá hjartasjúklingum eftir hjartaáfall, þá iðrast fólk, og verður jafnvel glatt. Deb spyr lækninn hvort það sé varanlegt, en þau geta ekki vitaða það, þau verða að varast að koma honum í uppnám. Nathan kemur á körfuboltavöllinn til Lucas, og spyr hann hvað hann hafi gert við hárið á sér, Lucas segist hafa skilið það eftir í Charleston. Lucas spyr Nathan þá hvort hann og Haley séu enþá gift, Nathan svarar því játandi, að Haley hafi ekki hennt honum út enþá. Nathan spyr Luke hvers vegna hann hafi komið aftur, því svarar Lucas að það hafi verið það rétta í stöðunni, þá spyr Lucas Nathan hvernig Dan líði, hann svarar því að hann sé á lífi, og líklegast að missa sig yfir því að hann og Haley séu gift. Þá segist Lucas skilja það að mamma og pabbi Nathans hafi orðið brjáluð, hann sé ekki einu sinni skyldur henni, og hann hafi alveg sleppt sér. Þá segir Nathan, ja, þú ert skyldur henni núna (mágur hennar)

Brooke og Peyton eru heima hjá Peyton, Brooke er að slá eitthvað inní tölvuna, en Peyton fer í gegnum geisladiskasafnið sitt. Brooke segir að N og H (ætla að fara að stytta nöfnin stundum) hljóti að hafa gift sig afþví að hún sé ólétt. Svo spyr hún Peyton hvað hún sé að hlusta á þessa dagana, og slær það inn í tölvuna. Peyton spyr hana hvað hún sé að gera, og Brooke segist vera að bæta henni inn á lustfactor.com. Hún nær að senda inn áður en Peyton getur stöðvað hana. Peyton segist vera hætt öllu strákastússi í bili, en þá finnur Brooke mörg e-mail frá henni til Jake. P segir þá að alveg síðan sá sem ekki má nefna (Lucas), finnst Peyton að hún þurfi að breyta til. Þá segir Brooke að þær verði að drífa sig, því að sá nafnlausi bíði.

Þær koma inn í einhvern tóman sal, þar eru bara nokkrir kassar, svið og Lucas. Hann byrjar að lýsa fyrir þeim hvernig hann vilji hafa staðinn, bar þarna, og svo segir hann: og við þrjú að reyna að vera vinir, hérna, bendir þar sem þær standa. Þær eru ekki alveg að skilja hvað hann meinar, en hann segist vilja halda partý fyrir Nathan og Haley, til að sýna þeim að þau séu ánægð fyrir þau, og fyrst að enginn skipuleggur partý betur en Brooke, og enginn rokkar partý betur en Peyton, þá vonaði hann að þau gætu gert það, bæði partýið og leist sín mál. Hann talar um bréfið, segir að fyrst hann sé kominn aftur sé það ansi vandræðalegt, en þær bjarga sér mjög augljóslega útúr því.

Dan vill skrifa undir skilnaðarpappírana, hann lítur út fyrir að vera breyttur maður. Þegar Deb vill tala um það að hún hafi sofið hjá Keith segir hann að það hafi verið honum að kenna, og það skipti ekki máli.

Þau hittast öll í skólanum, MJÖG sætt L/H atriði, honum líkar EKKI að vera skyldur henni núna..Brooke tekur mynd af rassinum á Peyton til að setja á þetta lustfactor dæmi án þess að hún viti. Brooke vill ekki trúa öðru en að Haley sé ólétt.
Haley reynir að bjóða Deb í partýið, en hún ætlar sér ekki að leggja blessun sína á þetta hjónaband.

Eftir að Brooke setti myndina af rassinum á Peyton á lustfactor hækkaði skorið hennar, og margir gaurar vilja hitta hana. Hún hefur ekki áhuga. Þær pæla í því hvað Lucas hafi skrifað í bréfið, en Peyton finnst það ekki skipta máli.

Nathan segir mömmu sinni að það skipti ekki máli hvað henni eða Dan finnst, hann og Haley séu gift núna. Deb segir honum þá að Dan viti það ekki einu sinni, Nathan hélt að hún hefði sagt honum það, en henni fannst rétt að láta hann sjá um það.

Haley fór aftur heim til sín, en foreldrar hennar sannfæra hana um að tengdaforeldrar séu svona, og því verði ekki breytt. Skills, Mouth og Fergie hjálpa Luke að bera inn dót í salinn, sem er orðinn ansi flottur, með ljósum, myndum af N og H og fleira. Brooke segir þeim frá því sem hún er búin að skipuleggja, eins og myndaveggur, fólk tekur myndir með Polaroid myndavélum og setur þær á töflu.

Nathan segir Dan að hann og Haley séu gift. Dan er ekki alveg að trúa því, en segir svo Nathan að hann sé að eyðileggja líf sitt (ekki alveg, en er að meina það) Dan biður Nathan að biðja Lucas um að koma og hitta sig.

Nathan kemur í salinn þar sem partýið verður, og hittir Lucas. Hann segir honum að Dan vilji hitta hann, en ráðleggur honum að fara ekki. Karen kemur, og við sjáum en eitt sem Brooke hefur dottið í hug, fólk getur látið gera handa þér falsað skilríki fyrir 20 dollara, og Nathan og Haley fá peningana. Lucas segir henni að hann hafi séð námsskrá fyrir háskólanám í ruslinu ( í einu atriði sem ég sleppti var hún eitthvað að skoða það) og spyr hana hvort hún ætli. Hún segir að það megi bíða. Lucas segir henni að Dan vilji hitta sig, hún vill ekki skipta sér af því, en segir honum að gera það sem hann vill, en fara varlega.

Keith fer og hittir Whitey, sem fór af spítalanum gegn læknisráði get ég giskað á. Keith vill vita afhverju hann hafi gert það, en Whitey nær að snúa athyglinni á Keith, þegar hann spyr hvort hann hafi farið til Dans þegar hann fór á spítalann að hitta sig. Þá segir Keith honum að hann hafi sofið hjá Deb.

Brooke tekur mynd af Peyton í sturtu og setur þær á netið. Haley kemur, og hneykslast á Brooke, en skiptir um skoðun þegar hún sér gaurana sem Brooke er búin að finna.

Partýið er komið á fullt, og lítur út fyrir að vera rosalegt fjör. Deb kemur, en þegar hún sér hve vel foreldrar Haley taka Nathan sárnar henni. Margir gaurar koma til að hitta Peyton, en hún segist ekki vera á laust. Mamma og pabbi Haley skemmta sér konunglega. N og H eru ánægð að Deb hafi komið, en hún losar sig útúr því þegar Haley spyr hvort hún vilji hitta foreldra hennar.

Keith fer og heimsækir Dan, og þegar hann segist ætla að sjá um bílasöluna þangað til Dan jafnar sig tekur Dan því vel.

Foreldrar Haley segja henni að þar sem hún sé núna “flogin úr hreiðrinu” ætli þau að kaupa sér húsbíl og fara að ferðast. Whitey kemur í partýið, og gefur þeim barnateppi. Haley er orðin þreytt á því að fólk haldi að hún sé ólétt, og sýnir Brooke að hún sé með getnaðarvarnarplástur, og hafi átt hann lengi. Skills segir við Lucas, að ef hann sé að reyna að vera einhver ný manneskja, sé bara betra að verða aftur manneskjan sem hann var, fyrir allt dramað í þáttunum. Lucas kemst að því að B og P lásu ekki bréfið, en er feginn, segir bara að það sem skipti máli er hvað þau geri núna. Keith segir Karen að hann ætli að sjá um bílasöluna fyrir Dan, þá segir hún að Dan eigi ekki skilið svona góðan bróður, en þá labbar Deb framhjá, og Keith segir að Dan eigi betra skilið.
Deb talar við foreldra Haley, en þegar henni ofbýður, og hún fer að hella sér yfir þau fær Haley nóg, og rekur hana út. Nathan og Haley eiga sæta stund saman fyrir utan. Deb fer til Dans á sjúkrahúsið, Dan hughreystir hana, og segir henni að hann muni ná Nathan aftur til þeirra. Foreldrar Haley, og svo Lucas koma með mjög sætar ræður, og það eru sýnd andlitin á fólkinu (Brooke, Peyton ect.) þegar Lucas er að segja sína ræðu. Heima situr Deb í sorg yfir því að Nathan sé farinn. Brooke setur myndina sem var tekin af henni, Peyton og Lucas á spegilinn sinn, og Peyton eyðir sér af Lustfactor. Karen velur sér fög sem hún ætlar að taka í háskólanum, Keith kemur sér fyrir í bílasölunni, og Lucas fer og heimsækir Dan á spítalann…
- MariaKr.