Illar þóttu gjafir Reagans Sígarettuauglýsingar eru í dag ýmist bannaðar eða háðar ströngum reglugerðum víðast hvar á vesturlöndum. Og nokkuð klárt er að engu frægðarfólki sem annt er um mannorð sitt myndi detta í hug að auglýsa sígarettur.

Þetta var þó ekki alltaf svo. Hér er einn af góðkunningjum söguáhugamanna að tjá sig um ágæti Chesterfield-vindlinga. And-reykingamenn þess tíma (sem voru mun færri en í dag) mun víst hafa hryllt við tilhugsuninni um hverslags jólagjafir óvinir hans fengju, fyrst vinir hans fengu þetta! :)
_______________________