Coincidence? I think not! Þegar litið er yfir alla leiðtoga Rússlands síðan á síðari hluta 19.aldar má sjá það skemmtilega munstur að þeir skiptast alltaf á að vera með hár og skalla. Það er einnig eftirtektarvert hvernig þeir virðast skiptast alveg á, mann við mann, hvort valdaskeið þeirra hafi verið tími stöðnunar eða framfara. Vissulega er þetta ekki algilt, tildæmis var valdaskeið Leníns ekki stöðugar framfarir, allavega ekki ókeypis framfarir og þrátt fyrir að Stalínstíminn hafi verið eitt mesta og grófasta skeið pólitískrar stöðnunar í sögu Sovétríkjanna þá var þar mikið um tækniframfarir og annað í þeim dúr. En þetta gefur grófa mynd af þessu munstri framfara og staðnana sem skemmtilegt er að velta fyrir sér.

Í stuttu máli má sjá þetta fyrir sér svona:
Vart þarf að minnast á hina gríðarlegu stöðnun rússnesks þjóðlífs á tímum Nikulásar II, og hinna miklu pólitísku og þjóðfélagslegu breytinga og framfara sem áttu sér stað á valdatíð Leníns, sem svo var skrúfað fyrir á tímum Stalíns og tekið skref afturbak í gamla farveginn. Krútsjov reyndi að leiða Sovétríkin af braut Stalíns með pólitískum endurbótum sínum en eftir að hafa verið bægt frá völdum tók við tuttugu ára skeið pólitískrar- og efnahagslegrar stöðnunar Brézhnevs. Andropov reyndi að koma af stað endurbótum í samvinnu við Gorbatsjov en dó fljótlega og við tók Brézhnevistinn Tjernenkó. Vart þarf svo að taka fram endurbótagleði Gorbatsjovs, en hliðstæðu við breytingar hans verður varla fundin nema farið sé aftur til byltingarinnar.

Eftir fall Sovétríkjanna tók við stöðnunarskeið Jeltsíns þar sem rússneskt þjóðlíf og efnahagslíf var að niðurlotum komið, svo ekki sé minnst á stjórnarhætti hans. Í stjórnartíð Pútíns varð Rússland aftur heimsveldi, ekki aðeins hernaðarlegt heimsveldi heldur einnig efnahagslegt stórveldi (þó hins vegar megi maður vera var við pólitíska stöðnun í stjórnarháttum Pútíns). Forsetatíð Medvedevs hefur ekki verið svo löng að á hana megi varpa sögulegu ljósi, en víst er að alheimskreppan ber að dyrum í Rússlandi og ekki alls kostar óvíst að valdatíð Medvedevs verði minnst sem efnahagslegrar stöðnunar.

Nú er ég reyndar hef ég ekki kynnt mér Alexander II keisara mikið og ætla ekki að fullyrða að í hans stuttu valdatíð hafi verið mikið um dýrðir en hann var allavegana með skalla.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,