JFK morðið, 1963 Klukkan er 12:29, þann 22. nóvember árið 1963. Við erum stödd á Elm Street í Dallas, Texas. Forseti Bandaríkjanna, John Fitzgerald Kennedy, kemur niður götuna í dökkbláum blæjubíl (blæjan niðri) ásamt konu sinni Jacqueline Kennedy sem situr við hans vinstri hönd, aftast í bílnum. Fyrir framan Kennedy er John Connally, ríkisstjóri Texas, og við vinstri hönd Connallys er kona hans, Nellie Connally. Og fyrir framan þau tvö er bílstjórinn í vinstra sætinu og öryggisvörður nokkur í því hægra.

Klukkan gengur 12:30 og Kennedy og félagar keyra framhjá skólabókageymslustað nokkrum (“The Book Depository Building”). Skothljóð skerst í eyrun á okkur. Við höldum þó ró okkar því við álítum þetta aðeins vera einhverjir flugeldar. En þetta var þvert á móti skot sem fór niður í jörðina, rétt fyrir aftan bílinn. BANG! og annað skot skýst aftan í Kennedy og kemur út um hálsinn. Öskur. Kennedy þrýstir hægri hendi sinni að hálsinum og hallast til vinstri. Jacqueline leggur handleggi sína utan um hann í hræðslu. Örstuttu síðar (sama skot, eða hvað?) tekur John Connelly að bregðast við skoti(nu) sem gekk inn í bak hans, fór í bringu hans, hægri úlnlið, og fór út um vinstra læri (the Magic Bullet). “My God, they are going to kill us all!” hrópar Connelly. Þriðja (eða hvað?) og síðasta skotið gengur inn í höfuð Kennedys og bútur á stærð við hnefa flýgur úr höfði hans út frá hægri hliðinni. Sætin í bílnum og mótorhjól til hægri með lögreglumanni nokkrum útatast í blóði forsetans. Lögreglumaður stekkur á afturhluta bílsins og tekur í Jacqueline. Bílstjórinn gefur í og keyrir út úr sjón. Skotin höfðu öll farið á minna en sex sekúndum, úr 6.5 x 52 mm ítölskum Carcano riffli.

Einum klukkutíma og tuttugu mínútum seinna er kommúnistinn (eða marxist-lenínistinn eins og hann sjálfur orðaði það) Lee Harvey Oswald handtekinn um grun á morðinu. Oswald neitaði því að hafa skotið Kennedy - “I'm just a patsy”. Tveimur dögum seinna, á meðan það var verið að ganga með Oswald úr höfuðstöðvum lögreglunnar í Dallas yfir í fangabíl sem átti að flytja hann í Dallas fangelsið, var hann skotinn af Jack Ruby, stjórnanda næturklúbbs í Dallas.


Jæja Hugarar. Ég trúi ekki öðru en að þið hafið nokkrar sterkar skoðanir á þessu máli. Til að byrja á nokkrum spurningum fyrir ykkur; var Oswald eini maðurinn að verki? Voru aðrar skyttur? Voru aðeins þrjú skot? Tilraunir hafa verið gerðar á tímanum (minna en sex sekúndur) og aldrei (allavega MJÖG sjaldgæft, og aðeins bestu skyttur heimsins gætu mögulega náð því) hefur einn maður náð að skjóta þremur skotum úr samskonar riffli á þeim tíma, hvað þá að hitta í höfuðið á manni í bíl sem var á hreyfingu? Og ofan á það var Oswald aðeins þekktur sem meðalskytta. Og hvað hafið þið að segja um “The Magic Bullet Theory”? Endilega komið með ykkar skoðun.

Btw. Þessi lýsing er eftir mig, bara svo það sé ljóst.