Vafasamur Íslandsvinur Margir segja að öfga-hægrimenn hafi öll völd í USA um þessar mundir, og eru þar að tala um Ný-Íhaldsmenn (Neo-Conservatives), Georg & félaga – Cheney, Rumsfeld, Wolfowitz o.fl. Þeir rekja pólitískar rætur sínar allt aftur til Barry Goldwaters sem skít-tapaði forsetakosningunum 1964 fyrir Lyndon B. Johnson, en kannski þó helst Ronalds Reagan sem náði öllu betri árangri.

Þeir vilja þó að sjálfsögðu hreint ekki gangast við að vera neinir “öfga-hægrimenn”, því það hugtak hefur löngum verið frátekið fyrir menn eins og þennan.vægast sagt kynlega kvist. George Lincoln Rockwell var stofnandi og leiðtogi Bandaríska Nazistaflokksins á sjötta áratug síðustu aldar. Bandaríkin hafa lengi verið gróðrastía fyrir ýmsa furðulega (og á köflum hálf-hlægilega) öfgamennsku, og er Rockwell einn af mörgum tragikómískum fígúrum í því sem kallað er “The Fringe” stjórnmálana þar vestra.

Furðuleg staðreynd er að Rockwell kemur eilítið við Íslandssöguna: Hann var staðsettur í Keflavík á sínum herþjónustuárum, og giftist íslenskri konu, Þóru Hallgrímsson núverandi konu Björgólfs eldri Landsbankastjóra. Eitthvað mun Rockwell hafa talað um “hinn hreina aríska kynstofn” á Íslandi, í anda hinna þýsku fyrirmynda sinna, og tóku síðan aðrir skoðanabræður hans það upp.

Rockwell getur auðvitað ekki á nokkurn hátt talist merkilegur eða áhrifaríkur maður í sögunni. Hann er meira svona “curiosity”, dæmigerður fulltrúi hinnar grátbroslegu sögu Bandarískra Nazista.

http://en.wikipedia.org/wiki/George_Lincoln_Rockwell
_______________________