National Volksarmee Eftir fjögurtíu ára vígbúning Sovétríkjanna og Austurblokkarinnar hafði Rauði herinn árið 1989 komið sér upp stórum og góðum her, þó ekki þeim tæknivæddasta en hann var á við þá bestu og var stöðugt dælt dýrum vígtólum niður á leppríkin. Austurþýski herinn National Volskarmee) stóð svo í viðbragðstöðu yfirvofandi innrásar Kapítalismans, eða fyrirmælum um krossferð gegn honum.

Á myndinni sést svakalegur brynvagn með langdrægum eldflaugum á hersýningu í Austur Berlín í október 1989 í tilefni af 40 ára afmæli alþýðulýðveldisins.
Nú veit ég ekki hvort myndin er tekin á sýningunni eða tekin á vettvangi gerðar myndarinnar Goodbye Lenin þar sem hersýningin var endurleikin(ef hún var endurleikin).
En ég veit ég ekki hvað vígtólið heitir.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,