Árásir Japana Þann 6.september árið 1941 var fundur í keisarahöllinni í Tokíó. Þessi fundur átti eftir að ráða örlögum hálfrar veraldarinnar. Þar sögðu keisarinn og meðlimar hans að Bretar, Hollendingar og Bandaríkin hefðu safnað liði gegn Japanska keisaraveldinu með því að banna sölu á olíu og öðrum hráefnum og hefðu þar með mjög þrengt að Japönum. Síðan sagði Yoshimichi Hara forseti keisararáðsins þessi stóru orð
,,frá þessari stundu hefjum við stríðsundirbúning’’. Þessi orð komu öllum á óvart enda vissu allir Japanir að þeir gætu aldrei unnið Bandaríkin í langþráðu stríði. Með þessu tefldu þeir mjög djarft og áformuðu að ráðast á lönd Bandaríkjanna, Bretlands og Hollands sem þeir réðu yfir við kyrrahafið.

Byrjað var að framleiða vopn og þjálfa hermenn á fullu. Flugherinn var þrefaldaður og þessar snöggu, léttu og liðugu Zero-flugvélar sem voru framleiddar voru mjög mikilvægar Japönum. Þessar vélar áttu mjög stóran þátt í þeim sigrum sem japanar unnu. Bandaríkjamen vissu að eitthvað væri að gerast í Japan en héldu samt að japanir myndu aldrei þora að gera árás á yfiráðasvæði þeirra. Í Bandaríkjunum voru líka fordómar í gangi einsog t.d að Japanir myndu aldrei skjóta beint því að þeir væru skáeygðir.

En það kom allt annað á daginn því 7.desember árið 1941, snemma um morguninn, gerðu Japanir fyrstu árásina á lönd Bandaríkjanna á Pearl Harbor þar sem allar bombur fóru beint í mark. Þessar bombur rústuðu mörgum stórum herskipum Bandaríkjanna og drápu 2008 mans. Japanir voru ekki hættir því eftir þetta gerðu þeir árás á Battanskaga og eftir blóðugt stríð landgönguliða unnu Japanir.

Til að lækka rostann Japönum sendu Bandaríkin flugflota sinn í hættuför til Japans sem tókst vel miðað við áhættuna en flugþol flugvélanna var ekki nærri eins gott og Zero flugvélanna. Eftir þetta byrjaði Yamashita-leiðangurinn sem varð mjög sigursæl og óvenjulega heppin. Hann hófst 8.desember 1941 þegar her Tomoyki Yamashita undirhershöfðingja tók land við Singapora, Pattani og Kota Bharu við landamæri Malaja og Thailands þar sem hermenn Japana hikuðu ekki við að gera sjálfsmorð til að venda félaga sína eða drepa fleiri andstæðinga.

Japanir gerðu það þrekvirki að sökkva nýju og risastóru skipi Breta, Prince of Wales. Liðssveitir Yamashita héldu til suðurs á austur-og vesturströnd skagans til Johore, þar sem Bretar veittu þeim mikið viðnám, áður en þeir hörfuðu til Singapore sem féll 70 dögum eftir að sóknin hófst, mánuði fyrr en Yamashita hefði ætlað. Engum hafði dottið þetta í hug en með baráttuvilja og klækjum tókst Japönum þetta.

Yamashita vissi það náttúrulega að það kæmi að tapi og það varð. Stríðið um Midwey eyjuna tókst hrapalega þar sem Japanir gerðu rosalega skissu og Bandaríkjamenn náðu að rústa 4 flugmóðurskipum, 366 flugvélum og 3500 japanska hermenn létu lífið, en í þeim hópi voru 100 eðal flugmenn sem enginn gat tekið við af. Þessu tapi var haldið mjög leyndu í Japan. Einungis nokkrir háttsettir japanir fengu að vita hvað gerðist við Midway. Einn þeirra var Shigemitsu en síðar sagði hann hvað hafði gerst í orrustunni með þessum fáu orðum:,,Við Midway hefndu Bandaríkjamenn ófaranna í Pearl Harbor,,

Einsog allir vita gáfust Japanir ekkert upp. En allir vita hvernig þetta endaði allt saman.

Ég afsaka allar stafsetningavillur.