Um hvað skal skrifa?
Sælir Hugarar!

Ég ætla mér að skrifa grein um eitthvað tengt samskiptum kynjanna sem Hugarar hafa mestan áhuga á að ég skrifi um . Komið endilega með hugmyndir hingað inn. Ég mun svo skrifa um það efni sem fær mest stig með kosningakerfi Huga.

Ég ætla að gefa þessari hugmyndasöfnun viku til að byrja með. Ef hingað hafa allavega borist þrjár hugmyndir sem hafa að minnsta kosti fengið 10 stig sín á milli, þá mun ég skrifa um það efni sem er með flest atkvæði. Ef ekki nást annað hvort þrjár hugmyndir eða 10 stig mun ég fresta skriftum um viku á ný til þess að fá inn fleiri hugmyndir og/eða atkvæði.

Ef hugmynda- og atkvæðafjöldi er fullnægjandi mun ég hefja skrif á fyrstu greininni 9. maí!

Vonast eftir sem flestum hugmyndum og atkvæðum!
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard