Ég er farin að halda að það sé eitthvað að mér, komin með hausverk af því að hugsa svona mikið. Ég er farin að halda að það standi “varúð, ekki nógu góð stelpa” á enninu á mér eða eitthvað álíka.
Málið er það að ég hef verið hrifin af nokkrum strákum í gegnum tíðina og orðið sár eftir marga af þeim því að þeir hafa fæstir viljað eitthvað alvarlegt.
Ég hef aldrei verið í sambandi og mér finnst það svo sem allt í lagi, ég er ekkert að stressa mig á því núna. Það er nægur tími til þess og ég vil ekkert vera í sambandi bara til þess að vera í sambandi.
En ég er að pæla núna; er eitthvað við mig sem er ekki “sambandslegt”? Ég bara skil þetta ekki. Ég tel mig vera svona ekta sambandstýpa, ef ég ætti kærasta þá myndi ég vera svo góð við hann, og ég er ekki þannig týpa sem vill bara sofa hjá strákum og búið, ég tek svona strákamál alvarlega. En strákar virðast ekki sjá það.
Sem dæmi get ég nefnt að strákur sem ég var hrifin af og ég hélt að væri hrifin af mér í haust, vildi ekkert nema bólfélaga þó hann kom með einhverja voða hrifningarjátningu fyrir mér, og svo núna fyrir nokkrum dögum var hann að byrja með annarri stelpu, sem, þó ég segi sjálf frá, er ekkert betri kostur heldur en ég.
Og þetta gildir um flestalla stráka hjá mér. Fyrsti strákurinn sem ég var almennilega hrifin af vildi bara sofa hjá mér og nota mig, og svo byrjaði hann með annarri stelpu.
Þetta eru bara tvö dæmi. Ég hef nú ekki dúllað mér með mörgum strákum, en samt einhverjum og þeir hafa ekki viljað neitt alvarlegt með mér. Eða það að það stóð ekki vel á á þeim tíma.
En ég er bara svo leið og pirruð á þessu. Er eitthvað að mér? Er ég “gölluð”? Ég er langt frá því að vera fullkomin, en mér finnst ég eiga betra skilið en þessa reynslu í strákamálum heldur en þessa sem ég hef. Sjálfstraustið mitt er ekki í góðu standi núna út af þessu. Ég er bara farin að hallast að því að ég sé ekki nógu góð fyrir neinn.
Hvað get ég gert til þess að hætta þessum áhyggjum?
Takk fyrir að lesa þetta.
kveðja, friend.
Ég finn til, þess vegna er ég