Ég hef skrifað um þennan strák áður, meira að segja tvisvar held ég. Þetta er strákurinn sem ég hitti einu sinni í fyrrasumar en svo hitti ég hann ekki aftur fyrr en í haust. Köllum hann bara Óla. Ég var frekar spennt fyrir honum og hann var örugglega spenntur fyrir mér en hann vildi eiginlega bara ríða og ég var ekki tilbúin í það, þá var ég hrein. Þannig að hann hætti að hafa samband þá, og ég var ekkert mjög hress með það, því að ég var nefnilega orðin svolítið hot fyrir honum.
En fyrst að hann var ekkert að svara smsum frá mér og svona þá lét ég hann bara vera, og ekkert við því að gera.
En þá u.þ.b. mánuði síðar þá fékk ég sms frá honum og þá spurði hann mig hvort ég væri til í kynlífssamband og þá sagði ég að ég þyrfti að hugsa málið, mér brá svo við að fá svona sms frá honum. Ég sagði honum líka að mér fyndist skrýtið að hann væri allt í einu að senda mér sms núna því að hann væri ekki búin að svara sms-um frá mér og svona. Ég bara vildi ekki láta ráðskast svona með mig og vera auðveld, segja bara já og amen þegar hann kæmi skríðandi aftur. Ég var samt svolítið montin út af þessu því að þetta er mjög sætur og flottur strákur.
En allaveganna, nokkrum vikum eftir þetta þá reyndi ég að senda honum sms og svona en hann svaraði ekkert. Svo átti hann afmæli um daginn, ég sendi honum sms út af því og ég fékk ekkert til baka.
Málið er að ég er farin að sakna hans allt í einu núna, og sé svo mikið eftir því að hafa verið svona leiðinleg við hann.
Ég afmeyjaðist líka með öðrum strák stuttu eftir að sendi mér þetta sms og við vorum eiginlega búin að ákveða að gerast bólfélagar en svo komst ég að því að hann var örugglega bara að nota mig. En ef ég hefði sagt já við Óla þá hefði ég allavega getað treyst honum og verið örugg um við myndum verða bólfélagar.
En hvað finnst ykkur að ég ætti að gera, á ég bara að halda áfram með lífið? Það virðist vera réttast en ég vil bara ekki sleppa takinu af þessum strák, ég held ég sé aftur farin að vera skotin í honum.
Og plís ekki svara ef að þið eruð bara að bulla eða vitið ekkert hvað á að segja, en ég vonast samt til að fá sem flest svör ;)
Takk fyrir
Kveðja, friend
Ég finn til, þess vegna er ég