Þannig er mál með vexti að fyrir rúmri viku kynntist ég strák í gegnum vin minn, þegar þeir komu í heimsókn til mín og vinkonu minnar þar sem ég er stödd núna (staður skiptir ekki máli..). Fyrst þegar ég sá hann var ég ekkert voðalega spennt fyrir honum, hann var bara einhver strákur í augum mínum. Svo ákváðu ég og vinkona mín að fara með þeim í bæinn og gista þar og fara að versla og svona daginn eftir. Jájá við gerðum það og svo um kvöldið ákváðum við að fara í bíó og buðum þessum tveim strákum með okkur, við fórum að sjá Texas Chainsaw Massacre sem er eins og flestir vita hryllingsmynd eða eitthvað svoleiðis.. Allavegana ég og þessi strákur sátum hlið við hlið og héldumst í hendur allan tímann og þá fór maður að finna fyrir þessum straumum, að vera skotin og sona.. Svo fórum við að rúnta og skruppum inn á skemmtistað og þá urðum við frekar ölvuð og fórum að kyssast og haldast í hendur alveg heilan helling. Svo þegar var kominn tími til að halda heim þá settist strákurinn aftur í hjá mér og hélt utan um mig alla leiðina heim og maður er sona hálftíma þar sem ég er stödd. Svo gisti hann hjá mér og það gerðist ýmislegt skemmtilegt sem ég ætla ekki að greina frá.. Hann ákvað að koma með mér á árshátíð skólans míns sem var um þessa helgi (29.nóv) og vera deitið mitt. En svo ákvað hann að hann vildi frekar fara í eitthvað partý og ball í öðrum bæ en að fara með mér á árshátíðina, þótt hann værí búinn að lofa mér að koma með mér.. Og hann gat ekki einu sinni sagt mér það sjálfur, ég þurfti að heyra það frá vini mínum.. En málið er að ég held að ég sé orðin frekar mikið hrifin af þessum strák en er samt mjög fúl út í hann..

Hvað á ég að gera?? á ég að hundsa það að hann sveik mig eða gleyma því og reyna að halda áfram..?

Og plís ekki nein skítköst, hvorki þið né ég græðum á því. Takk.