Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Mér finnst að...

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hvað meinarðu? Hvað er “mér finnst” einstaklingur? Ég get ekki betur séð en að þú sért hvað duglegastur í því að dæla yfir Huga þínum persónulegu skoðunum á því hvernig samfélagið eigi að vera og ekki vera. Ert þú þá “mér finnst” einstaklingur?

Re: Mér finnst að...

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Eins og ég skildi greinina þá er hann á því að persónulegt álit fólks eigi einfaldlega ekki heima í stjórnmálaumræðu. Ég hef líka séð þetta viðhorf hjá sumum skoðanabræðrum hans og aldrei náð því hvernig það á að ganga upp. En ég er hins vegar alveg sammála því að fólk hafi oft alltof sterkar skoðanir á hlutum sem það hefur ekki vit á. Mönnum er náttúrulega eðlislægt að hafa skoðanir á öllu mögulegu hvort sem þeir vita nóg um það eða ekki, en sumir eru vissari í sinni sök en aðrir og það...

Re: Mér finnst að...

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég sé ekki hvað er athugavert við það að nota “mér finnst” í stjórnmálaumræðu. Stjórnmál snúast um það að móta samfélagið sem við búum í og fólki finnst einfaldlega mismunandi samfélagsgerðir misgóðar, rétt eins og því finnst mismunandi matur misgóður osfrv. Og eitt varðandi þetta með að frjálshyggjusamfélag snúist bara um frelsi. Ég get ekki betur séð en að eignarréttur sé frelsisskerðing, en samt er fátt heilagra í frjálshyggjunni. Til dæmis þá gæti fræðilega komið upp sú staða í...

Re: Ný borgarstjórn til hamingju! (almmenningssamgöngur)

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ok það tók tímann sinn en ég held bara að það hafi virkað. Núna sé ég hlutina í nýju ljósi og átta mig á því hversu dásamlegur þú ert og hvernig þú lífgar upp á Huga með pínu uppreisnarkenndri en um fram allt krúttlegri framkomu þinni. En ég er ennþá pínu forvitinn um það hvort þú gangist við því að tala í tómum mótsögnum. Ef svo er þá langar mig líka að vita hvort þú gerir þetta óvart eða hvort þú gerir þetta viljandi því þú teljir þetta gagnast málstað þínum.

Re: Ný borgarstjórn til hamingju! (almmenningssamgöngur)

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ok… …en það virkar ekki því mér finnst þú ennþá aumkunarverður.

Re: Ný borgarstjórn til hamingju! (almmenningssamgöngur)

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Vá, hvað þú ert alltaf í sífelldri mótsögn við sjálfan þig. Þú skiptir um viðhorf eins og nærbuxur eftir því sem hentar málstað þínum. Eina stundina ertu t.d. svakalega mikið fórnarlamb sem þarf stanslaust að líða ósanngjarna frelsissviptingu og ætlast til að allir vorkenni þér en aðra stundina ertu svaka harður og þér er skítsama um þá sem myndu koma illa út úr draumasamfélaginu þínu. Eins þá er Ísland besta land í heimi þegar þú talar við einhvern sem vill búa í vinstri sinnaðra samfélagi,...

Re: Anarkistar

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
http://www.politicalcompass.org/ Lengst niðri.

Re: OMG

í Hugi fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Já hæ

Re: OMG

í Hugi fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Halló

Re: Hezbollah

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég veit það svo sem að þú ert ekki að rífa kjaft og garga, enda var ég ekki að tala um þig þegar ég sagði að sumir litu á Ísrael sem vonda kallinn, heldur þetta lið sem er sífellt að tala um að Ísrael sé að brjóta mannréttindi (og heimtar jafnvel að ríkisstjórn Íslands fordæmi Ísrael), en minnist ekki orði á að Hezbollah sé að gera neitt slæmt jafnvel þótt það hafi verið þeir sem hófu stríðið og það séu þeir sem fela sig bak við óbreytta borgara. Það er í fínu lagi mín vegna að ræða málið og...

Re: Hezbollah

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þessar krakkalíkingar eru frá þér komnar, þess vegna var ég að nota þær. Og síðan þetta tal um að Ísraelar séu að skjóta sjálfan sig í fótinn með því að beita svona harkalegum aðgerðum finnst mér hálf fáránlegt því ég held í alvöru að þeir sem sjá um þessi mál hjá Ísraelunm séu betur upplýstir um það hvernig á að tryggja öryggi Ísraela heldur en einhverjir unglingar á Íslandi sem hafa aldrei verið í neins konar nálægð við stríðsátök af neinu tagi. En kannski er það rangt hjá mér. Kannski er...

Re: Hezbollah

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Reyndar á ég yngri bróður og þekki þetta. En bróðir minn hefur aldrei reynt að drepa mig. Ef hann myndi reyna það þá myndi ég ekki lemja hann til þess að fá hann til að skilja eitt né neitt, heldur myndi ég lemja hann í rot og hringja á lögregluna til þess einfaldlega að hann geti ekki drepið eða slasað mig. Og í tilfelli Ísraels-Hezbollah þá er lögreglan ansi sein á staðinn.

Re: Hezbollah

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hezbollah eru bara óþroskaðir, heimskir einstaklingar sem láta eins og börn… og hvað geriri maður við börn. maður lemur þau ekki, þá verða þau bara sárari, reiðari og æstari og halda áfram að vera óþekk Þannig að ef einhverjir krakkar skytu flugskeytum á húsið þitt þá myndirðu ekkert gera? Bara sitja á rassgatinu inni og bíða eftir að þeir hætti? Það er svo sem möguleiki, en sjálfur myndi ég fara út og buffa þá.

Re: Hezbollah

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Það láta nú samt ansi margir eins og Ísraelar séu “vondu kallarnir” frekar en Hezbollah og að stríðið sé meira þeim að kenna.

Re: Ofmetin? Vanmetin?

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ofmetin: Requiem for a Dream. Ég skil ekki hvað er málið með þessa mynd. Maður átti víst að finna til með aðalpersónunum en mig langaði bara að sparka í þetta lið (fyrir utan mömmuna, maður vorkenndi henni dálítið). En allavega þá fannst mér myndin hundleiðinleg, en samt fær hún 8.4 á imdb.com og er í 55. sæti yfir bestu myndir allra tíma. Algjört rugl.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Lestu svar mitt til JonGretar sem er beint fyrir ofan svarið þitt.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Mér finnst nú oft eins og það sé nánast þannig að það sé myndaður skjólveggur af börnum. Þessir gæjar láta krakkana sína henda steinum í skriðdreka hjá Ísraelsmönnum og fela sig síðan á bak við þá og skjóta með riflum á skriðdrekana. En ég var nú samt ekki að gagnrýna þá fyrir það eða þessa Hezbollah gaura fyrir það að vera með bækistöðvar í miðju íbúðahverfi. Það sem ég var að segja var það að Ísraelsmenn eru gagnrýndir fyrir að skjóta á móti.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég var einmitt að pæla í þessu. Mér finnst einhvern veginn eins og það eigi að vera í fínu lagi þótt einhver Palestínugaur sprengi sig í loft upp í strætó fullum af saklausu fólki, en ef eitthvað lið felur sig á bak við krakkana sína á meðan það skýtur á Ísraelsmenn þá eigi Ísraelsmenn að vera að fremja stórfelld mannréttindabrot ef þeir skjóta á móti. Ekki það að ég sé einhver sérstakur stuðningsmaður Ísraels, en mér finnst þetta pínu fáránlegt.

Re: Góða nótt Silvía Nótt.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum
Mér fannst þetta frábært. Ég meina við höfum aldrei unnið keppnina en þetta var örugglega flottasta tap frá upphafi.

Re: Skemmtileg mótmæli þann 15. maí

í Stjórnmál fyrir 18 árum
Ég er að spá í að fara heim til þín og mála á húsið þitt til þess að mótmæla hallærislegum mótmælendum sem mála á vinnuskúra.

Re: Í bíó: Scary movie 4

í Kvikmyndir fyrir 18 árum
Mér fannst þetta fyndin mynd. Ég gat til dæmis varla hætt að hlæja að Million Dollar Baby gríninu. Og síðan var eitt. Smá spolier: Svo er enginn drepinn í myndinni (Charlie Sheen dettur af svölunum og Shaq og dr. Phil drepast af taugagasi). Bíddu drepur maður ekki fólk ef maður læsir það inn í herbergi og setur upp búnað sem dælir taugagasi inn í herbergið? Ég hefði haldið það.

Re: Mission Impossible 3 er

í Tilveran fyrir 18 árum
Reyndar er það Philip Seymour Hoffman.

Re: Að læra stærðfræði - umræða

í Vísindi fyrir 18 árum
Til er vaxandi fall sem er samfellt en það hefur afleiðu núll á öllu formengi þess nema hluta þess hver hefur lengd núll. Vá, sjitt. Djöfull væri ég ekki til í að mæta svoleiðis falli seint að kveldi í miðbæ Reykjavíkur.

Re: Stærðfræði...?

í Heimspeki fyrir 18 árum
ööööö nautz mahr er ikkirt að nota sstærfræði ef mahr sjé í tölluni skoh. ef ér ikkað í töllunni þár ég ikkkirt að finna tvinntölurætur margliðu, er það?

Re: Stærðfræði...?

í Heimspeki fyrir 18 árum
UUUuu stærfræði er so tilganglaus . hvenar er maður ikkað að nota að 1+1=2 eða að venjulegt meðaltal jákvæðra rauntalna er stærra eða jafnt og rúmfræðilegt meðaltal þeirra í dalegu lífi ha. Seigðu mér það
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok